Í fréttum í gær var sagt frá höfðinglegri gjöf Góðtemplarareglunnar á Akureyri til tækjakaupa vegnar greiningar og meðferðar á hjartasjúkdómum.
Góðtemplarareglan á Akureyri verður lögð niður og þarna er um allar eigur reglunnar að ræða, sem byggðar hafa verið upp undir formerkjum baráttunnar gegn notkun á tóbaki og vímuefnum.
Einhverjum hefði þótt nærtækara að Góðtemplarar gæfu til áfengis- og annarar vímuefnameðferðar. En þeir sem sáu öldungana sem afhentu gjöfina fyrir hönd templara átta sig á því að það stendur þeim nær að reyna að fyrirbyggja hjartasjúkdóma.
Það er missir að templurum, afdráttarlaus (eða öfgafull) afstaða þeirra jók breidd umræðunnar.
Það rifjast upp viðtal Þórðar Breiðfjörð í útvarpi Matthildi. Fréttamaðurinn spurði hver væri helsti vandi ungmennahreyfingarinnar og viðmælandinn svaraði brostinni röddu öldungsins;
"Maðurinn með ljáinn"
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hvað eru templarar?
Skrifa ummæli