þriðjudagur, 19. febrúar 2008

Er Hanna Birna hópur, þyrping eða þúst?


Síðastliðið sunnudagskvöld upplýsti Þórólfur Árnason fyrrverandi borgarstjóri, í Sunnudagsviðtali við Evu Maríu, að skömmu áður en hann samþykkti að taka að sér embætti borgarstjóra hafa hann kostað úr eigin vasa könnun frá Gallup um stuðning við sig í það embætti.


Í kvöld voru fluttar fréttir um að Hanna Birna hafi mest fylgi af sjálfstæðismönnum í stól borgarstjóra. Könnunin var gerð af Capacent Gallup fyrir “áhugafólk um borgarmál

Það er eðlilegt að velta vöngum yfir því hver sé í þessum hópi.

Ég hlakka líka til að lesa væntanlega úttekt Hafrúnar Kristjánsdóttur um marktækni könnunarinnar og ábyggilegar ályktanir sem draga má af henni. Umræða Höbbu um tölfræðina er mikilvæg.

Ætli það sé til dæmis þannig, að þeir sem tóku afstöðu í könnuninni um vænlegasta sjálfstæðismanninn og lýstu yfir 43% stuðningi við Hönnu Birnu séu 43% af þeim 31% sem getur hugsað sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Það táknar að Hanna Birna hefur stuðning 13% borgarbúa með vikmörk + - 5%. Getur það verið Habba?

Ætli það sé þannig að lítill hópur styðji lítinn hóp Hönnu Birnu?


Edit Kl. 00.13:
Samkvæmt fréttum voru 1800 manns í úrtakinu. Hanna Birna var valin af 272 þeirra 1115 sem svöruð í könnuninni eða 24%, sem er rétt um 15% þeira sem voru í úrtakinu. Sanngjarnt er því að segja að Hanna Birna hafi 24% stuðning í borgarstjórastólinn samkvæmt þessari könnun án tillits til vikmarka.


1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Held það hafi verið allir sem fengu spurninguna, ekki bara stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins. Þannig að 44% breytast ekki í 13%. Og það er alveg örugglega hægt að segja að það sé marktækur munur á stuðningi við Hönnu Birnu og aðra sjálfstæðisfulltrúa.
Hins vegar var einungis val milli borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og svo hægt að velja engan (örugglega hægt að sleppa spurningu) og þegar þú færð fyrst nafnarunu, er tendens til að velja það nafn sem er "skárst" þó það sé ekki það nafn sem þú villt helst.
Með opinni spurningu hefði stuðningur við Hönnu Birnu örugglega orðið mun lægri.

Mkv, kannamanneskjan á Fréttablaðinu, sem Habba skammar reglulega ;)