miðvikudagur, 27. febrúar 2008

Stakir sokkar


Það hefur lengi plagað mig þetta vandamál. Þessi árátta sokka að strjúka úr parinu og skilja tvífara sinn einan eftir. Það er hvimleitt að hafa fulla skúffu af sokkum en enga samstæða. Það hefur líka plagað mig hve oft er gert grín að mér á heimilinu vegna þessarar áráttu strokusokkana, eins og ég hafi eitthvað með það að gera að þeir hverfa.


En nú hef ég leyst vandann. Í Dressmann eru seldir góðir sokkar á góðu verði. Þar má allan ársins hring fá 3 pakkningar á verði tveggja, eða samtal sex pör fyrir tólf hundruð krónur. Nú á ég fimmtíu pör af samskonar gæðasokkum úr Dressman. Tapist einn tekur enginn eftir því, sokkarnir mínir ganga allir saman.

Húsmóðirin á heimilinu glímir enn við þann vanda að eiga marga fallega sokka fyrir einfætta.


3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

... ekki vitlaust að láta taka af sér annan fótinn. Ég hugsa að það sé ódýrara þegar upp er staðið.

Hörður Svavarsson sagði...

En þegar upp er staðið er það erfiðara einfættur, Gísli.

Nafnlaus sagði...

Svo má líka hugsa aðeins út fyrir rammann: Það er ekkert að því að klæðast ósamstæðum sokkum - ég geri það oft og iðulega. Rauður sokkur á öðrum fæti og svartur á hinum. Það er bara flottara ef eitthvað er.

Allavega þægilegra en að vera einfættur...