miðvikudagur, 23. september 2009

Hálfar fréttir



Ég er orðin svolítið þreyttur á þessum hálfu fréttum alltaf. Á mánudag var ágæt frétt á forsíðu Fréttablaðsins um að húsnæðislán landsmanna verði öll færð til Íbúðalanasjóðs. Og hvað?


Það vantaði alve seinni hlutann á fréttina. Hverju skiptir það fyrir fólk sem beðið hefur eftir leiðréttingu á óréttlátum verðbótafærslum? Hvað á að gera þegar lánin eru komin til Íbúðalánasjóðs?

Það er alltaf eitthvað óljóst og um það bil að koma og í pípunum - en út úr þeim kemur ekki neitt af viti og fréttamenn gera ekki nógu stífa kröfu um svör?

Þannig var þetta fyrir framan ráðherrabústaðinn í kvöld. “Jú við vorum að ræða við aðila vinnumarkaðarins um það sem við höfum á prjónunum” sem var auðvitað sérstaklega mikilvægt af því það sem hefur verið lofað að gera hefur ekki verið efnt.

Ríkisstjórnin er með eitthvað á prjónunum fyrir mánaðamót og ræðir það á lokuðum fundi með aðilum vinnumarkaðar en þarf ekki að segja þjóðinni neitt. Aðilar vinnumarkaðar eru í besta falli umboðslausir hafandi verið í stjórnum fyrirtækja sem stofnuð voru á Tortola. Rísisstjórnin ræðir við þessa umboðsmenn en þarf ekki að segja þjóðinni neitt og fréttamenn gera ekki tilraun til að ganga á eftir svörunum.

Hálfar fréttir um óljós plön er ekki það sem þarf núna.


þriðjudagur, 22. september 2009

Má tala?



Ég sá að Milos Forman lýsti því yfir í Kastljósi í gær að mikilvægustu stjórnarskrártryggðu réttindi í lýðfrjálsu landi væru málsfrelsið.

Ég, sem er venjulegur íslendingur og nota bæði debet og kretitkort, hef ekki þorað að tjá mig hér seinustu mánuði. Nær þá bankaleyndin ekki yfir mig? Má tala?