mánudagur, 4. febrúar 2008

Í góðu meðalhófi


Hinn góði ritstjóri Eyjunnar, Pétur Gunnarsson, bauð mér bloggheimikynni þar. Ársfjórðungi síðar og tveimur myndum Halldórs Bragasonar er málið í höfn.


Ég er orðinn einn úr hópi 23 karla og 7 kvenna sem njóta þess heiðurs að dikta upp skoðanir sínar í þessu vistlega umhverfi. Auðmjúkur eins og iðnaðarráðherra í ríkisstjórn Ingibjargar hneigi ég mig og þakka.

Það er ekki heiglum hent að vera innan um stílista sem skrifa svona:

“Mogganum blæðir angist undan hverri stungu veruleikans.”

Né heldur þá sem vaða í slaginn og skrifa kannski svona:

“Guðlaugur okkar maður Þór hneppti stólinn hennar…”

Ég mun reyna að finna mér einhvern milliveg eða meðalhóf…

Þetta verður skemmtilegt party.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Leitt að heyra að við reykingamenn megum ekki taka smók á blogginu þínu,

Ekki gætirðu útbúið lokað bloggherbergi fyrir okkur eða þurfum við að lesa bloggið úti í kulda og snjó ...

Hörður Svavarsson sagði...

Hér er ekkert bannað, sem ekki er bannað með lögum ef það á annað borð telst siðlegt..

Lokað rými kemur ef það fæst til þess heimild.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með nýja íverustaðinn þinn í bloggheimum.

gæti þarfnast hjálpar þinnar eina kvöldstund eða svo einhvetímann fyrir miðjann apríl.

vantar skemmtilega samansettann mann með furðulegann húmor í verkið.
datt þú í hug

er hægt að panta tíma í það?

rjómaterta og kaffi í boði.