miðvikudagur, 26. janúar 2011

(Þrí)skipting valdsins


"Garðar Gíslason var skipaður dómari í desember 1991. Þorsteinn Pálsson var þá nýlega orðinn dómsmálaráðherra. Þorsteinn skipaði svo Gunnlaug Claessen 1994. Svo kom Sólveig Pétursdóttir í ráðuneytið ...og skipaði Árna Kolbeinsson haustið 2000. Jón Steinar Gunnlaugsson var skipaður af Geir H. Haarde 15. október 2004 og Páll Hreinsson var skipaður af Birni Bjarnasyni 1. september 2007."

Eru þetta ekki allt sjálfstæðismenn skipaðir af sjálfstæðismönnum?

Hæstiréttur er sannarlega Sjálfstæður!


sunnudagur, 9. janúar 2011

Sjúklega ólétt


Vonandi verður Viktoría frísk fljótlega
og vonandi hættir fólk að tala um það sem sjúkleika
að konur verði barnshafandi.


sunnudagur, 2. janúar 2011

Sieg heil


Ég fæ stundum póst frá félagi sem heitir Sterkara Ísland, af því ég ritaði á undirskriftalista fyrir tveimur árum. Þetta félag hefur ágæt markmið en nafnið er þannig í laginu að það vekur eitthvað óbragð. Það er svo mikill keimur af þjóðernishyggju í því að mann langar ekkert að vera með.



laugardagur, 1. janúar 2011

Frábært ár!


Ég held að árið 2011 muni ég léttast, ég verð duglegur að hreyfa mig, hætti að borða sælgæti, vaska alltaf strax upp eftir matinn, skuldir heimilisins lækka og – auðlindir hafsins verða færðar til þjóðarinnar.


Einmitt.