sunnudagur, 17. febrúar 2008

Ég styð Vilhjálm algjörlega - og líka hin


Margir hafa velt því fyrir sér núna að einhverjir stuðningsmenn Vilhjálms styðja ekki Vilhjálm. Sumir styðja Vilhjálm en líka keppinauta hans.


Enginn hefur enn komið fram af pólitískum andstæðingum hans og stutt hann, það er svekkjandi. Sem stuðningsmaður Dags vil ég hér með lýs yfir stuðningi við Vilhjálm.

Ég ætla líka að brjóta blað sem stuðningsmaður fyrri borgarstjórnar og lýsa yfir stuðningi við Hönnu Birnu og jafnframt Gísla Martein.

Ég hef þá lýst yfir stuðningi við nokkra arma Sjálfstæðisflokksins og ég vona að þessar yfirlýsingar mínar komi þeim vel. Sérstaklega af því þeir hafa sjálfir heikst á því að styðja hver annan.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað eru margir armar á - í sjálfstæðisflokknum ? Það eru 8 á kolkrabba.

Nafnlaus sagði...

... ég styð hann líka!