mánudagur, 7. maí 2012

Ráð við röngum líkama

Eins og kemur fram í meðfylgjandi yfirlýsingu er ég fæddur i röngum líkama, en hef við því ágætt ráð sem ég hvet alla í sömu stöðu og ég til að nota - til að forðast einsemd...
sunnudagur, 6. maí 2012

Frekar feginnMér var frekar brugðið þegar ég las að samkomulag hefði verið gert við þá bræður úr Bakkavör að þeir gætu eignast fjórðungshlut í félaginu Bakkavör Group sem ekki tekst að greiða skuld sína við kröfuhafa. Mér var brugðið vegna þess að ekki vottar fyrir gagnrýni á þessa ráðstöfun í fjölmiðlum.

Ég varð því frekar feginn þegar ég sá sterka rödd Ara Matthíassonar sporna við þessu. Ég ætla að leyfa mér að birta hér texta Ara sem er ákaflega skýr.
Lífeyrissjóðirnir töpuðu 130 milljörðum á skulda-og hlutabréfakaupum tengdum Bakkavör, Existu og Kaupþingi. Nú eru þessir hinir sömu tilbúnir að eiga félag með Bakkabræðrum sem þó bera ábyrgð á bókhaldsbrellum og uppblásnu verði þessara fyrirtækja sem aftur var grundvöllur fyrir kaupum á skulda- og hlutabréfum. Albert Einstein sagði einu sinni: “Það er ekkert skýrara merki um geðveiki en að gera sömu hlutina aftur og aftur og vænta þess að útkoman verði öðruvísi.”
Ari bætir svo við:

"Fjármálaráðherra ræður miklu um Framtakssjóð Íslands og lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna. Ráðherra skipar m.a. stjórnarmenn í lifeyrissjóðum sem eiga Framtakssjóðinn.

Þessir sömu lífeyrissjóðir hafa tapað stórkostlegum fjármunum og mest á einni viðskiptablokk sem tengist Bakkabræðrum og Existu (Skipti ofl.). Nú er framkvæmdastjóri Framtakssjóðins fyrrum forstjóri Skipta og lífeyrissjóðirnir ætlað að hleypa Bakkabræðrum aftur til valda í Bakkavör.

Það hlýtur að vera sterk krafa á fjármálaráðherra að hún lýsi skoðun sinni og grípi til aðgerða, en ef ekki mun þegjandi samþykki tryggja henni fulla ábyrgð á því að hafa leitt þetta lið til valda á ný. Á meðan þingmenn öskrast á í málþófi þá er verið að skipta góssinu og til valda eru komnir að nýju hinir sömu og áður.

Ekki hefur verið skipt um neina embættismenn og allt er við hið sama inni í stjórnkerfinu. Þeir sem þurfa að eiga í samskiptum við embættismenn finna að hrokinn er aftur kominn og tilhlökkun í augun vegna vonar um að húsbænur þeirra komi aftur heim að loknum kosningum. Er ekki til nokkur kjarkur til að takast á við þetta lið?"
Takk Ari. Ég er frekar feginn að einhver hafði orð á þessu.