fimmtudagur, 22. apríl 2010

Sandkassaleikur


Ég get ekki varist því að velta vöngum yfir þankagangi borgaryfirvalda sem rífa niður alla sandkassa í borginni en byggja golfvelli. Ætli þetta framtak sé liður í átakinu Borgarbörn - betri þjónusta við reykvísk börn sem kynnt er á forsíðu rvk.is ? ? ?


sunnudagur, 11. apríl 2010

Frasar til afnota


Ég hef á tilfinnigunni að á næstu dögum eigi ég ótrúlega oft eftir að heyra:

Það er mikilvægt að læra af þessu svo hægt sé að tryggja að þetta gerist ekki aftur.
Það er mjög mikilvægt að læra af þessu svo komið verði í veg fyrir að þetta endurtaki sig.
Það sem skiptir máli núna er að horfa fram á veginn og læra af þessu svo svona lagað gerist ekki aftur.
Nú þegar þetta er að baki getum við dregið af þessu mikilvægan lærdóm og búið svo um hnútana að ekki verði svigrúm til að viðmóta atburðir gerist aftur.




laugardagur, 10. apríl 2010

Raunsönn mynd


Ég fékk sendan link á lista frambjóðenda til hinna ýmsu embætta í nýju stéttarfélagi stjórnenda í leikskólum. Þar blasir við raunsönn mynd af stöðu jafnréttismála í íslenskum leikskólum árið 2010.

Í framboði eru 29 konur og 1 karl.