fimmtudagur, 21. febrúar 2008
Agavöndur með smjörklípu
Í dag fékk Árni Mathiesen fjármálaráðherra ítarlegan spurningalista frá Umboðsmanni alþingis þar sem hann er krafinn svara um þá ákvörðun sína að skipa Þorstein Davíðsson í embætti héraðsdómara. Ekki þarf að ræða það.
Í kvöld kom siðapostulinn Sigurður Kári fram í Kastljósi og gagnrýndi skrif Össurara Skarphéðinssonar um pólitískan andstæðing sinn og sagði Össur hafa “skotið hátt yfir strikið”
Sigurður hefur nokkra reynslu af að tjá sig um andstæðinga sína og fer ekki alltaf fögrum orðum um þá. Þetta sagði hann í október;
“Ólíklegt er að í nútímastjórnmálum hafi nokkur stjórnmálamaður sýnt jafn mikil óheilindi í garð samstarfsmanna sinn og Björn Ingi gerði gagnvart samstarfsmönnum sínum í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur.”
Og í samtali við Vísi daginn eftir sagði Sigurður Kári:
"Það er leitun að spilltari og siðlausari stjórnmálamanni en Birni Inga,"
Nú finnst Sigurði við hæfi að tjá sig í meiri hógværð.
Rétt er þá kannski að minna hann á orð dómsmálaráðherra síns sem sagði fyrir stuttu í Silfri Egils um ruddalega aðför leiðarahöfundar Mogga og Staksteina að Degi B. Eggertssyni, að menn væru orðnir svo viðkvæmir um þessar mundir og það væri hlaupinn í þá einhver pempíuskapur.
Þessi pempíuskapur Sigurðar er ekki nýr af nálinni. Hann hefur áður skammað Össur fyrir að skrifa illa um Sjálfstæðismenn í Reykjavík. Þá svaraði Össur svona.
,,Agavöndinn úfinn skekur,
alþingismaðurinn klári.
Orðvar sjálfur svo undrun vekur,
- elsku Sigurður Kári!"
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli