fimmtudagur, 7. febrúar 2008

Mötuneyti Verslunarskólans...

...heitir Kringlutorg.

Í dag er árshátíð í Versló. Það var auðséð á Kringlutorginu. Í hádeginu var hægt að fá sæti.

Núðlurnar hjá Rikki Chan voru óvenju góðar í þessum rólegheitum. Ég hefði ekki orðið hissa þó smókingklæddir fiðluleikarar hefðu svifið inn á gólfið.

Engin ummæli: