miðvikudagur, 20. febrúar 2008

Moggi lúffar

Moggablogg sem bloggarar þar sumir kalla í hógværð Bloggheima, hefur víbrað undanfarið út af flöktandi auglýsingu sem stjórnendur Mogga settu inn a blogg fólks að því forspurðu.

Viðbrögð Mogga við kvörtunum voru nánast þau að segja fólki að það gæti snautað burt. Sem er undarlegt því Moggabloggið á örugglega drjúgan þátt I mikill aðsókn að mbl.is.

Nú hefur Mogga snúist hugur og hann býður notendum bloggsins upp á að kaupa auglýsingalaust blogg fyrir 300 krónur á mánuði.

Engin ummæli: