föstudagur, 31. október 2008

Myntkörfufrysting - ólögleg mismunun


Hvernig er það?


Ríkisstjórn gefur bönkum í sinni eigu skipun um að frysta íbúðalán tekin í erlendri mynt og lofar að kaupa upp lánin á upphaflegum kjörum.

Ekkert bólar á aðstoð við þá sem eru að borga af lánum teknum í íslenskum krónum og ákalli um að taka vísitölutryggingu úr sambandi er svarað með því að skipa nefnd undir forystu Gylfa Arnbjörnssonar sem hefur lýst því yfir að það sé ekki hægt að taka vísitölutryggingu úr sambandi. Hann er að gæta hagsmuna sjóða.

Með þessari mismunun stendur ríkisstjórnin fyrir eignatilfærslu þar sem tekið er fé frá almenningi til að greiða fyrir einum hópi fólks meðan annar blæðir. Þetta er ólögleg mismunun og stjórnarskrárbrot.

Og hvernig er það?
Er það ráðherrann minn og málsvari almennings sem stendur fyrir þessu, Jóhanna Sigurðardóttir, sem sá ástæðu til þess í dag að senda bankastjórnum ríkisbankanna áminningu um að virða jafnréttislög? ! !


fimmtudagur, 30. október 2008

Ekki þó mér væri borgað fyrir að þyggja hann...Hún Lilja hringdi í mig í gær og bauð mér Morgunblaðið frítt.


Tveimur dögum eftir að Agnes Bragadóttir tók viðtal við Bjögga í blaðinu hans og korteri eftir að konan var í sjónvarpi stöðvar tvö að gaspra eitthvað.

Ég sagði nei takk við Lilju.miðvikudagur, 29. október 2008

Ingibjörg, IngibjörgMér dettur ekki í hug að hald því fram að Seðlabankinn og ríkisstjórnin hafi knésett bankana eða ætlað sér það. Það er bara súrrealískt að halda slíku fram. Geir var þess vegna trúverðugur og næstum brjóstumkennanlegur þegar hann benti á í kvöldfréttum að auðvitað hefðu þeir Davíð ekki staðið þannig að verki.


Það skiptir bara ekki máli núna. Við værum ekki í þessari stöðu ef þeir félagar hefðu ekki haldið uppi þessari ónýtu peningamálastefnu. Við værum ekki í þessari stöðu ef þeir hefðu ekki einangrað hagkerfið með þessum dvergvaxna gjaldmiðli sem nú er rúinn trausti.

Engum dylst að undir forystu Davíðs og Geirs höfum við ekið þessa stefnu til glötunar. Það er ekki ásættanlegt að Samfylkingin kói með þessu lið lengur, nú á að hætta þessu bulli Ingibjörg.Ingibjörg!
INGIBJÖRG!!!þriðjudagur, 28. október 2008

Vísitöluskrímslið æðir áfram


Nú verða menn að taka vísitölutryggingu lána úr sambandi. Það verður að afnema hana með lögum. Þetta er séríslenskt fyrirbæri og er að drepa fólk.


Ég get skilið að það þurfi að hafa háa stýrivexti, tímabundið, meðan gjalddagar gríðarlegra upphæða í jöklabréfum eru að ganga yfir. En ég lifi vísitölutrygginguna ekki af.

Vísitala neysluverðs mældist seinast 16% samkvæmt Seðlabanka. Í raun er hinsvegar gengisfallið sem mest áhrif hefur á vísitöluna. Vörur eru keyptar til landsins með erlendum gjaldeyri og fall krónunnar myndar því verðlag og sem mælt er með vísitölu.

Gengisvísitalan hefur nú hækkað um 70% frá áramótum. Enginn veit hvort sú skráning Seðlabanka er rétt, en allir erlendir bankar virðast vera á því að krónan sé mun veikari en svo. Hver getur borið lán með 7% vöxtum, 18% vaxtaálagi og 70% verðbótum eins og blasir við núna?

Það þarf að huga að fleirum en þeim sem tekið hafa lán í erlendri mynt. Það ætti t.d. að vera hlutverk forseta ASÍ að huga að hagsmunum almennra launamanna. Það gerir hann ekki. Hans fyrsta verk sem nýkjörinn formaður er að verja vísitölubindingu lána, vegna þess að lífeyrissjóðirnir muni tapa – n.b. til skamms tíma – svei þér Gylfi Arnbjörnsson.

Er það ekki ásættanlegra fyrir stjórnvöld að afnema vísitölutryggingu lána með lagasetningu, fremur enn að kaupa upp öll húsnæðislán í landinu. Það er ekki til fjármagn til að í að kaupa öll húsnæðislán landsmanna og það bjargar í raun engu fyrir fólk ef gert er eins og lofað var, að kaupa þau upp á upphaflegum kjörum. Vísitöluskrímslið æðir áfram – það mun samt drepa okkur öll.


laugardagur, 25. október 2008

Í fréttum var þetta helst


Bæjarstjórinn í Kópavogi skilur ekki að bankastjórn Seðlabankans hefur ekkert með peningamálastefnuna að gera. Bankastjórnin ber ábyrgð á rekstri bankans. Lítil vörn fyrir vini Davíðs að þessum stuðningi.


Svo kom konan sem eitt sinn var sökuð um að sparka í lögguna í viðtal og sagði að ekki mætti sparka í borgina. Þarna stóð hún á horni Mangarastrætis og vill að við föðmum þessar götur og verðum eitt með þeim. Fyndið.


föstudagur, 24. október 2008

Gott hjónaband


Þegar ég kom heim í kvöld sagði konan mér að hún hefði sótt um tíu miljóna lán í bankanum.


Og hvað ætlarðu að gera við þessa peninga?

Já sko fólkið í næsta húsi skuldar orðið svo mikið sagði hún.

En finnst þér að við eigum að borga fyrir þau?

Nei við borgum auðvitað ekki meira en lög gera ráð fyrir en nú er gerð krafa um að við borgum og það er líka mikilvægt að koma starfseminni og mannlífinu aftur af stað hérna í götunni, sagði hún.

En fólkið í næsta húsi fékk ráð frá fjármálaráðgjafa niðir í bæ, finnst þér ekki eðlilegt að þau segi honum upp áður en við förum að borga fyrir þau?

Nei sko – samningur við fjármálaráðgjafann er á ábyrgð mannsins í kjallaranum og ég get ekki gert neina slíka kröfu á hann eða krafist þess að hann taki slíkar ákvarðanir, sagði hún.

Hvernig eru skilmálarnir og á hvaða kjörum er þetta lán sem við erum að fara að taka?

Ja þú verður að skilja það, sagði konan mín, að ég ræddi við útibússtjórann sem á eftir að bera þetta lán undir útlánanefnd og stjórn bankans, ég verð auðvitað að virða trúnað við þetta fólk og get því ekki sagt þér neitt um þetta næstu daga.

Já ástin mín, varstu búin að kaupa í matinn?

Það verður nú örugglega lítið í matinn á næstunni, fólkið í næsta er náttúrulega búið að fara soldið illa með okkur, sagði hún.
Já ástin mín, ég skil, þú ert góð kona og þetta er gott hjónaband.


fimmtudagur, 23. október 2008

Skilaboð frá Kerry


Félagi Kerry var að senda mér póst um nýjasta trixið hjá McCain í kosningabaráttunni, sem er að láta maskínur hringja í almenning og spila hljóðritaðan óhróður um okkar einu von - Obama. Dæmi;


“Hello. I’m calling for John McCain and the RNC because you need to know that Barack Obama has worked closely with domestic terrorist Bill Ayers…”

Hér má hlusta á dæmi um þessi símtöl af vefnum Truth Fights Back. Skebbtilegt

Svo segir í bréfinu frá Kerry:
“The calls are so bad, even some Republicans have come out against them. Republican Senator Gordon Smith's spokesman said, "Senator Smith does not condone these sort of calls."

Susan Collins "urges the McCain campaign to stop these calls immediately." Even Norm Coleman in Minnesota has distanced himself from the calls.”

Skebbtilegt… skebbtilegt…


Ps. þegar þetta er skrifað eru 11 dagar, 1 klukkustund og 44 mínútur til kosninga.miðvikudagur, 22. október 2008

Verum viðbúin


Í kommúnistaávarpinu sem nú er að koma út aftur segir:


“Í kreppunum gýs upp þjóðfélagsleg farsótt, er öllum fyrri öldum hefði virzt ganga brjálæði næst – farsótt offramleiðslunnar. Þjóðfélagið er snögglega hrapað aftur niður á villimennskustig um stundar sakir”.

Á FRAM FJÖLNIR ?

Hefði það ekki verið lausnin?

þriðjudagur, 21. október 2008

Rós í myrkrinu


Í morgun þegar ég hélt til vinnu heyrði ég þennan söng í garðinum mínum.


Rós er rós er rós.

Þarna var hún (nei ekki Gertrude) og blómstraði í október, þrátt fyrir gjörningaveður vindstiga og vístölu.

Ég sneri við og sótti myndavélina.


föstudagur, 17. október 2008

Jarðvegur illgresis


Hér má hlíða á Dag B. Eggertsson í seinustu Kilju segja frá uppáhaldsbók afa síns, Gunnars Steingrímssonar. Bókin er Veröld sem var eftir Stefan Zweig þar sem höfundur verður vitni að uppgangi nasismans, fasismans og kommúnismans. Honum finnst þó þjóðernishyggjan verst því hún er tæki allra hinna hreyfinganna til að ná framgangi.


Mér finnst þetta umhugsunarvert núna þegar kynt er undir Íslenskri þjóðernishyggju. Þegar búið er að riðlast á almenningi er hrópað stöndum saman, sýnum samstöðu. Við höfum eignast sameiginlegan óvin og eigum að tromma saman á torgum samstöðunni til dýrðar. Bensínstöðvar og aðrir mangarar flagga íslenska fánanum og drífum okkur svo á landsleikinn!!

Til hvers? Svo við herðum sultarólina stoltari? Svo við borgum saman? Af því það er svo æðislegt að vera Íslendingur, hvað sem það nú táknar.


miðvikudagur, 15. október 2008

Hún vann hjá Glitni


97 var sagt upp hjá Glitni í dag.

Ein þeirra sem fékk uppsagnarbréfið er 57 ára gömul einstæð kona sem hefur þjónað bankanum alla sína starfsævi.


Nítján ára fór hún að vinna hjá forvera þessa Glitnis sem nú þarf ekki lengur á henni að halda og hún hefur aldrei unnið annarsstaðar.

Við lesum um að aðallega fái fólk í verðbréfadeildunum uppsagnir og ósjálfrátt hugsar maður að þetta uppalið sem hefur komið okkur í þessa stöðu þurfi nú bara að bíta í það súra. En svo persónugerist þetta svona fyrir framan mann.

Nú ríður á að þjóðin standi saman, sýni samstöðu og allir taki á saman og það er örugglega mikils viði fyrir þetta sameiginlega átak að þessari konu var sagt upp. Og ef það er erfitt að feisa þetta þá er nú svo gott að hugsa til þess að allir nýju bankastjórarnir eru konur. Nú stjórna konurnar, frábært.


Það sem Kjartan meinti


Nú liggur fyrir hvern Kjartan átti við á fundinum í Valhöll.
Hann var að tala um ömmu Davíðs Oddssonar.
Viðtalið við Davíð er hér.

sunnudagur, 12. október 2008

Það er búið


Mér finnst svolítið viðlíka stemming núna og 1984 í stóra BSRB verkfallinu. Þá var upplausnarástand. Við Austurvöll var haldinn baráttufundur og þessi mynd var tekin úr turni Hótel Borgar af útsendara Valhallar.Myndin varð fræg og daginn eftir var fluttur þessi kveðskapur á baráttufundi opinberra starfsmanna í Austurbæjarbíói.

Við dómkirkjuhornið er dulítið skjól
og dolfallinn maður í skjólinu hjarir
með opið í hálsinn í októbersól,
uppglennta skjáina og titrandi varir,
hrollandi í bitru á helfrosnum tám,
hnýttur af kulda með rennsli úr nefi,
dofinn í krikum og dofinn í hnjám,
djúpt oní vösum er krókloppinn hnefi.

Það gustar um Hannes H. Gissurarson
á gægjum við hornið að snapa eftir fréttum.
Í svip hans er spurning og veikburða von
um Valhallarsigur á Béserrbé-stéttum.
Hann leynist í skugga, hann vokir, hann veit
það er vissast að taka ekki áhættu neina
svo fjarri öllum vinum í frjálshyggjusveit,
þeim Friedman og Hayek og Davíð og Steina.

Úr bókviti malar hans krambúðarkvörn
í kapítalistanna gullpyngjur digrar,
en gott er að hafa af guðshúsi vörn
ef gerast þau ósköp að jafnréttið sigrar.
En Hannes minn Hólmsteinn þótt kenning sé klár
mun Kristur ei taka neitt mark á þeim orðum,
og uppi þú verður jafn einmana og smár
og eitt sinn á dómkirkjuhorninu forðum.

Aftur er október, þó liðin séu 24 ár. Í þessu verkfalli breyttist heimsmynd okkar nokkurra ungmenna og óhætt að segja að trúin á félagshyggjuna, samstöðuna og verkalýðsbaráttuna hafi yfirgefið okkur mörg.

Þegar eldri dóttir mín, sem þá var þriggja ára sá þessa mynd varð henni að orði;
“Er hann búinn að kúka á sig?”

Ég held að núna megi segja að kúkurinn sé kominn.

laugardagur, 11. október 2008

Fólkið í FlokksráðinuÞessi frétt er ekki merkileg vegna ekkifréttarinnar sem hún fjallar um, en það er gaman að fá mynd af fólkinu í flokksráðinu.
fimmtudagur, 9. október 2008

Brunalið með bensínslöngu


Ég hef verið þeirrar skoðunar að rétt sé að ölduganginn lægi áður en seðlabankastjóra sé skipt út. Þessi skaðvaldur með bensínslönguna við stórbálið gerir það þó ekki endasleppt.


Í fréttablaðinu í dag segir:
“Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, sagði í Kastljósþætti, að erlendir kröfuhafar fengju ekki nema "þetta fimm, tíu, fimmtán prósent upp í sínar kröfur."
Heimildir innan stjórnvalda herma að ummæli Davíðs hafi valdið titringi hjá Bretum.”

Og í kjölfarið komst Kaupþing þrot. Um það er sagt á Mbl.
Kaupþingsmenn eru sannfærðir um að Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, hafi í máli sínu í gærmorgun verið að vísa til orða Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra í Kastljósi Sjónvarpsins í fyrrakvöld, þegar hann greindi frá því að Íslendingar ætluðu ekki að borga. „They are not going to pay!“ sagði ráðherrann. Telja þeir að þessi túlkun fjármálaráðherrans á orðum seðlabankastjóra, með skírskotun til tryggingagreiðslna vegna Icesave-innlánsreikninganna, hafi riðið baggamuninn og allt traust erlendra lánardrottna hafi beinlínis gufað upp á augabragði.

Vonbrigði forsvarsmanna Kaupþings eru gífurleg. „Við vorum ekki í vanskilum, vorum með nægt laust fé og góða eignastöðu. En fyrirtækið var tekið af okkur með valdi í Bretlandi og við gátum ekkert gert,“

Nú er ekki hægt að réttlæta það lengur að bíða með að víkja Davíð burt!

sunnudagur, 5. október 2008

Eitt mikið diss ok pínlegtÖssur Skarphéðinsson sem m.a. hefur unnið sér það til frægðar oftar en einusinni að gerast skemmtikraftur eftir miðnætti og blogga af miklu hispursleysi svo vægt sé að orði komist er staðgengill formanns Samfylkingarinnar í forföllum formannsins.


Það er ögurstund og mikilvægar ákvarðanir teknar.

Samfylkingin er lýðræðislegur flokkur og vill vera það. Varaformaður flokksins er kosinn af flokksfélögum.

Núverandi varaformaður er hámenntaður og einmitt í þeim fræðum sem að gagni koma í krísunni núna. Hann er ekki í ríkisstjórn en hefur verið valinn af flokksfélögum, ekki bara einusinnu, heldur tvisvar.


Hver skipaði Össur í hlutverkið? Afhverju var hann settur í verkefnið en ekki varaformaðurinn eða bankamálaráðherrann, háttvirtur viðskiptaráðherra og ráðherra norrænna samstarfsmála?


Ekki benda á mig...


Mín litla fjölskylda skuldbreytti óhagstæðu húsnæðisláni árið 2004. Svigrúmið sem við það fékkst var notað til að lagfæra þakið á húsinu okkar, við staðgreiddum þá viðgerð.


Við höfum ekki fengið okkur jeppa á erlendu láni, ekki fellihýsi og seinast þegar ég fór í utanlandsferð var það á vegum vinnustaðar míns árið 2006.

Allir þeir bílar sem ég hef keypt um ævina hafa kostað vel innan við milljón og þeir hafa aldrei verið fjármagnaðir með erlendu láni.

Mér hefur fundist menn í fjármálageiranum fara offari undanfarin ár og stjórnast af heimskulegri græðgi. Ég hef hlustað á viðvaranir við ofurvexti bankakerfisins og litlum gjaldeyrisforða. Ég hef fylgst með því hvernig krónubréf hafa stjórnað genginu og séð viðvaranir við því að einhverntíma komi að því að krónubréfin verði innleyst.

Ég hef eins og fjölmargir aðrir, meirihluti þjóðarinnar reyndar, kallað eftir evru því ég eins og aðrir er í þrælahaldi krónunnar.

Ég hef sé ráðamenn skella skollaeyrum við viðvörunum og hundsa með bjánalegum rökum ákall um evru.

Mér finnst þessvegna óþolandi núna þegar menn á borð við Pétur Blöndal og Geir Haarde koma og hald því fram að við séum öll samábyrg og ástæðan sé að svo margir fengu sér jeppa. Það er óþolandi.


föstudagur, 3. október 2008

Þingrof

Þættinum hefur borist bréf:

"Ríkisstjórnin er gagnslítil í besta falli og Samfylkingingarráðherrar eru djúpt sokknir í að kóa með XD, Davíð og öllu rugli síðustu ára. Björgvin kokgleypti Glitnisleikþáttinn og er búinn að gefa Davíð alibí fyrir öllu. Eina manneskjan sem æmtir er Þorgerður Katrín.

Það er tímabært að Samfylkingin krefjist þess að lögum um Seðlabanka verði breytt, Davíð verði látinn fara og stefnt verði að umsókn um ESB aðild. Solla hlýtur að fara með þingrofsréttinn með Geir."

Ég er sammála þessu.

fimmtudagur, 2. október 2008

Fljúgandi sjómenn


,,Þegar uppstreymið hættir er fall þeirra sem hæst fljúga mest,"
sagði Geir og bætti við að ekki bæri að örvænta þrátt fyrir þann stórsjó
sem þjóðarskútan siglir nú í gegnum.

Innihaldslausir frasar?