fimmtudagur, 14. nóvember 2013

Kona ráðin aftur

 
Kona hefur verið verið ráðin skólastjóri að leikskólanum Tjarnarskógum á Fljótsdalshéraði. Átta konur sóttu um starfið, enginn karl. Skrítið. 
 
Ætti einhver að hafa áhyggjur af þessu? Jafnréttis eitthvað.
 
Það eru 286 leikskólar á Íslandi. Einn karlkyns leikskólakennri er skólastjóri. Hvað eru konurnar þá margar?
 
Eða eru allir hættir að reikna kynjahlutföll í mikilvægum starfsstéttum?
 
 

þriðjudagur, 5. nóvember 2013

Styttum leikskólakennara


Menntamálaráðherra er augljóslega í ruglinu ef hann heldur að hægt sé að fjölga leikskólakennurum með því að stytta nám þeirra. Ef það væri raunhæft gætum við bætt úr læknaskorti á Landspítala á örfáum árum með sama hætti. 

En ég er með lausnina.

Ég vil að leikskólakennarar verði styttir. Eitthundrað og fimmtíu sentímetrar ætti að vera algjört hámark fyrir leikskólakennara. Þannig færast þeir nær börnunum og álag á þá í starfi verður minna. Það mætti jafnvel hugsa sér að greiða þeim laun í samræmi við hæð eða öllu heldur læð. Stytting leikskólakennara mun breyta samfélaginu !