laugardagur, 26. janúar 2008

Ég hló að spaugstofunni...

...fyrir mörgum, mörgum, mörgum árum.

En Gísli Marteinn er í Laugardagslögunum, það fer honum vel. Í kvöld var hann í sjónvarpsfréttum að tala á góðborgarafundi sjálfstæðismanna á Hótel sögu. Gísli virtist vilja kenna bæði Villa og Ólafi F. um þennan nýja meirihluta. Hann sagði:

"Það þarf tvo til þess að dansa tangó og eins og Megas sagði; Spáðu í mig og þá mun ég spá í þig"

Gísli Marteinn virkar nú ekki eins og mikill Megasarfan. En þeir sem þekkja ljóðið vita að þá hefur það verið Gamli góði Villi sem bar sig upp við Ólaf með þessum orðum;

...kalinn & með koffortið á bakinu
kem ég til þín segjandi með hægð

spáðu í mig og þá mun ég spá í þig.....

Í þessu ljóði eru líka áberandi; Esjan sem er sjúkleg og Akrafjallið geðbilað að sjá... Það þarf einmitt tvo til, rétt hjá Gísla.

En Gísli Marteinn er fínn Júróvisíon dómari, það á vel við hann og má ekki taka af honum.