sunnudagur, 10. febrúar 2008

Þið getið þá bara farið


Nú hefur Morgunblaðið hafið auglýsingabirtingar inn á bloggsíðum fólks án þess að hafa tilkynnt því sérstaklega að það stæði til. Ekki er heldur efni auglysinganna borið undir bloggara.


Nokkurar óánægju hefur gætt hjá moggabloggurum og sumir skorið upp herör. Þar í hópi eru vinsæli ritsnillingar á borð við Sigurð Þór og Maríu Kristjáns. Sumir hafa hætt að blogga hjá mogga og aðrir hóta verkfalli.

Ritstjóri bloggsins svaraði Maríu:

"...Leitt er ef fólk hefur ekki skilning á því að fé þarf til að standa undir rekstri blog.is, en vitanlega er öllum frjálst að hætta að sama skapi og öllum er frjálst að byrja að blogga."

Þannig er það. Kannski fjölgar Eyjubloggurum eitthvað við þetta.

Engin ummæli: