fimmtudagur, 7. febrúar 2008

Fjórði meirihlutinn í Reykjavík


Það var ekki annað að heyra á Gamla góða Villa í Kastljósi en nú væri loksins samstaða með minnihluta og meirihluta í Reykjavík um að óska eftir tækifæri til að leysa úr REI klúðrinu.


Utan þessa nýja meirihluta stendur Ólafur F. Magnússon, sem segir að einhver verði að axla ábyrgð.

Ólafur verður sjálfur að skýra hvað hann á við með því segir Vilhjálmur um borgarstjórann sinn.

Engin ummæli: