föstudagur, 8. febrúar 2008

Ekki benda á mig...

Í gær mátti sjá Lögreglukórinn syngja fyrir framan hegningarhúsið við Skólavörðustíg.

Í gær var greint frá því að það lést fangi á Litla hrauni í september af völdum samskonar lyfja og hann fékk í fangelsinu.


Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði af þvi tilefni “…heilbrigðisþjónustu fangelsisins vera á ábyrgð heilbrigðisráðuneytisins..."

Það er kannski ósanngjarnt að djöflast á nýráðnum fangelsismálastofnunarforstjóra en óneitanlega minni þetta á aldarfjórðungsgamlan kveðskap þjóðskáldsins…

…þetta kvöld var ég að æfa lögreglukórinn!

Engin ummæli: