fimmtudagur, 16. desember 2010

JólakortÉg bið þjóðina afsökunar
(af því það er trend)

og bið guð að blessa land
og fólk
og fólk í flokkum
og fólk sem er í flokkum en veit ekki hvort það vill vera þar
og fólk sem er meira eins og kettir heldur en fólk
og fólk sem er reitt niðri í bæ
og fólk sem á íbúð í Dúbæ
og fólk sem er í flokkum sem biðja þjóðir sem þeir ekki þekkja afsökunar
og fólk sem er fátækt
og fólk sem er ríkt
og fólk sem er kærleiksríkt
og fólk sem er ástfangið
og fólk sem er ástfangið á kletti
og er klettur
eða grjót
eða land
- Íslandfimmtudagur, 2. desember 2010

Aðgerðir fyrir heimilin?


"Samkomulag náðist nú síðdegis milli ríkisstjórnarinnar og lífeyrissjóðanna..."
Jóhanna Sigurðardóttir í fjölmiðlum.

"Í dag gafst ríkisstjórnin upp..."
Guðmundur Gunnarsson í Kastljósi...