laugardagur, 9. febrúar 2008

Hver tekur við


Þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson mynduðu seinast saman ríkisstjórn var samkomulag um að framsóknarmaðurinn Halldór tæki við forsætisráðherrastólnum á miðju kjörtímabili.


Þetta samkomulag var bundið við þessa einstaklinga en ekki flokkana. Þannig stóð á því að sjálfstæðismaður tók við þegar Halldór fór úr ríkisstjórn áður en kjörtímabilinu lauk.

Vinirnir og Borgarstjórakandídatarnir Ólafur og Vilhjálmur gáfu út þessa yfirlýsingu á blaðamannafundi við myndun meirihlutasamstarfs í borginni:
“Ólafur F. Magnússon, oddviti F-listans, verður borgarstjóri Reykjavíkur en Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna, mun taka við embættinu þegar sá tími sem eftir er af kjörtímabilinu er hálfnaður.”

Nú er það spurning hvort samkomulag “flokkana” sé bundið við persónur þessara einstaklinga. Sé svo kann að vera að Vilhjálmur sitji áfram. Þó staða hans sé svo slæm að enginn nenni einu sinni að bera hana saman við stöðu Björns Inga sem sagði af sér eftir að í umræðu komst að hann hefði verslað fatnað á kostnað kosningasjóðs eigin flokks.

Eða verður Ólafur F. Magnússon borgarstjóri út kjörtímabilið?

Engin ummæli: