mánudagur, 11. febrúar 2008

Ekki góðar fréttir.



Það lýtur ekki vel út núna efnahagslífið. Við horfum á harða lendingu sem á eftir að bitna á fólki næstu misserin.


Áfram lækkar úrvalsvísitalan og hún lækkaðu um 3% í dag, Evran er komin upp í hundrað krónur, dollar í 68, Japanskt Jen hefur hækkað um 40% og erlendis er varað við því að leggja sparifé inn á reikning íslenskra banka. Horfir ekki vel þegar kjarasamningar eru framundan.

Ég er í flokki sem setti þetta sem fyrsta markmið í efnahagsstefnu sinni:

Efna til náins samstarfs milli ríkisins, aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélaga um aðgerðir á sviði efnahags- og félagsmála sem myndað geti þjóðarsátt um nýtt jafnvægi í efnahagsmálum.

Í því ljósi hefur þögnin frá ríkisstjórninni um efnahagsmál undanfarið verið hávær. Það hefur jú komið fram að Menntamálaráðherra og Fjármálaráðherra eru ekki sammála um hvernig fara eigi að varðandi kjarasamninga kennara, en Ingibjörg og Geir hafa ekki látið til sín taka.

Nú skiptir máli að eyða óvissu gera okkur ljóst að landinu sé í raun og veru stjórnað. Þau þurfa að spila út áformum sínum í efnahagsmálum.

Ingibjörg og Geir þurfa að tjá sig – ekki seinna en á morgun
(og þá gætu Sjálfstæðismenn líka nælt sér í smá smjörklípu).

Engin ummæli: