miðvikudagur, 29. janúar 2014

Kristileg arfleifð íslenskrar menningar


Sem skólastjóra ber mér að tryggja að starfshættir leikskólans mótist af kristinni arfleifð íslenskrar menningar. Alveg síða í júlí 2008, þegar lög um leikskóla tóku gild, hef ég verið að velta því fyrir mér hvað þetta þýðir. Kannski skýrir þetta fjölskylduvídeó erfiða stöðu mína...


þriðjudagur, 28. janúar 2014

Allir saman nú - afturí !


Nú líður að lokum átaksins Karlar í aftursætin. Þegar helstu prófkjör verða yfirstaðin um miðjan mánuðinn hættir átakið og árangurinn kemur í ljós. Þá sjáum við hvort karlar hafa einhversstaðar komist í forystusæti þrátt fyrir átakið og hvort þeir hafi ekki örugglega verið settir í aftursætið á grundvelli kyns.

Allir saman nú - í aftursætið!
föstudagur, 24. janúar 2014

Ný leið til stórsóknar


Nú er búið að fella kjarasamninga og þá þarf að velja nýja stefnu í sókninni. Ég held að við Martin Luther King séum alveg með réttu hugmyndina og tel víst að Neytendasamtökin styðji hana. Hér er fjölskylduvídeó sem skýrir málið...
þriðjudagur, 21. janúar 2014

Lýðræðisell


Gísli Baldvinsson veltir því fyrir sér í gær hvað er lýðræðislegt í ágætum pistli í tilefni af flótta ríkisstjórnarþingmanna frá þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB eins og lofað hafði verið.

Atburðir seinustu daga hafa leitt það glögglega í ljós
  • að þjóðaskútan er lýðræðislek
  • að stjórnarfleyið er lýðræðislekt
  • og þjóðarsálin mun ekki geta af sér neitt betra því hana skortir lýðræðisleg

Eða þannig sko...


mánudagur, 20. janúar 2014

Þjóðarsáttarvísitalan


Ef menn halda að kjarasamningar um lága prósentuhækkun tryggi að ekki komi til verðhækkana, verðbólgu og vísitöluskriðs, af hverju vísitölutryggja menn þá ekki launin?

Ef menn eru öruggir um að lág prósenta í launaliðum kjarasamninga sé raunveruleg trygging, af hverju sýna þeir ekki trú sína í verki og verðlagstryggja laun?

Með verðlagstryggingu launa væri ábyrgð á verðbólguþróun færð til fjármagnseigenda, fjármálastofnana, atvinnufyrirtækja og stjórnvalda. Þessir aðilar sem öllu ráða hefðu ekki lengur hag af verðbólgu.

Ég væri til í að samþykkja kjarasamning með engri hækkun ef hann væri vísitölutryggður.


sunnudagur, 19. janúar 2014

Enn ein kona ráðin leikskólastjóri


Kona hefur verið verið ráðin skólastjóri að leikskólanum Hraunborg í Reykjavík.
Tíu  umsækjendur voru um starfið en ekki er getið um kynjahlutfall í hópi umsækjenda í frétt á vef Reykjavíkurborgar þrátt fyrir markmið laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna, að greina tölfræðiupplýsingar eftir kyni.
Ætti einhver að hafa áhyggjur af þessu? Jafnréttis eitthvað.
Það eru 286 leikskólar á Íslandi. Einn karlkyns leikskólakennri er skólastjóri. Hvað eru konurnar þá margar?
Eða eru allir hættir að reikna kynjahlutföll í mikilvægum starfsstéttum?


fimmtudagur, 16. janúar 2014

Handboltafjölskyldan


Hann bróðir minn og aðrir góðir menn hafa verið að benda mér á að nú sé handboltaveisla. Tengslin við handboltann eru missterk í fjölskyldum og sumir eiga meira erindi í veislu með honum en aðrir. Hér er eitt af fjölskylduvideóunum mínum...laugardagur, 11. janúar 2014

Ruslpólitík

Ólafur Sigurðsson skrifar skemmtilega grein í Fjarðarpóstinn í gær þar sem hann kvartar ekki yfir ýmsu í bænum sem hann nefnir þó skilvíslega á nafn.

Ólafur kvartar samt yfir sorphirðunni og hveru sjaldan sorp er hirt í bænum og er ósáttur við að staðan sé svona þegar bæjarstjórinn er vinstri grænn.

Ólafur segir: “Mig langar miklu frekar að  kvarta yfir því að ruslið skuli  ekki hirt oftar hérna í Setberginu.  Tunnur troðfullar fyrir jól, búinn  að hoppa á þeim tvisvar og svo  var grátunnan ekki hirt nema rétt  fyrir áramótin. Nýja bláa tunnan  hefur ekki verið hirt frá því fyrri  hluta desember en var hirt nú á  þrettándann. Þetta var ekki vandamál áður, nú er þetta alltaf  vandamál. “  og “…vinstri grænir eru ekki bara í bæjarstjórn heldur með bæjarstjórann líka. Þetta er bara svo mikil mótsögn við það hvernig maður þekkir þessa blessaða fjórflokka að maður verður steinhissa á trassa­skap hjá þeim sem síst ættu að leyfa svona hlutum að gerast, tunnurnar bara fyllast af rusli sem aldrei fyrr og það er kallað bætt sorphirða!"

En þetta mál hefur ýmsar pólitískar hliðar. Ég er einn af þeim fékk þennan óboðna gest, bláu tunnuna, heim til mín og hef áttað mig á að ég verð að lifa með henni og best er að taka henni fagnandi því það má svo sem setja ýmislegt í þessa tunnu…
sunnudagur, 5. janúar 2014

Álbræðsla kaupir íþróttastarf ungmenna


Gerður hefur verið samningur milli Hafnarfjarðarbæjar og hinnar umdeildu stóriðju í bæjarjaðrinum.

Samkvæmt samningnum fá íþróttafélög 100 krónur fyrir að setja merki álbræðslunnar á keppnisbúning hvers barns.

Jafnframt skal hvert íþróttafélag birta birta fyrirtækismerki Rio Tinto Alcan á vefsíði sinni og setninguna “Rio Tinto Alcan á Íslandi styður barna- og unglingastarf félagsins”

Á bréfsefni félagsins skal hvert félag birta fyrirtækismerki Rio Tinto Alcan og setninguna “Rio Tinto Alcan á Íslandi styður barna- og unglingastarf félagsins...

Og á öllu kynningarefni sem varðar barna- og unglingastarf félagsins, t.d. bæklingum og auglýsingum,  birta fyrirtækismerki Rio Tinto Alcan og setninguna “Rio Tinto Alcan á Íslandi styður barna- og unglingastarf (nafn félags).

Að auki eru skilgreindar kröfu gagnvart sérhverju félagi um merki álbræðslunnar í húsakynnum og aðal keppnsiaðstöðu, að flaggað sé á mótum barnanna með merki stóriðjunnar, að keppni sé haldin tileinkuð Alcan og svo framvegis.

Fyrir þessa rausnarlegu notkun á barnastarfinu fær hvert íþróttafélag að jafnaði eina milljón króna á ári sem greidd er út í tveimur hlutum.

Einhverra hluta vegna kemur orðið misnotkun upp í hugann. Ég biðst undan því að Hafnarfjarðarbær selji aðgang að barninu mínu með þessum hætti.