laugardagur, 31. desember 2011

Halli ársins

Halli ársins er verkalýsðforingi. Og sennilega eini verkalýðsforinginn sem stóð undir nafi sem slíkur árið 2011 - og svo lengi sem elstu menn muna.
Halli heitir Haraldur F. Gíslason þegar hann er formlegur, sem hann er sem betur fer mjög sjaldan. Hann orðaði kröfur leikskólakennara a mannamáli og það náði til þjóðarinnar.
"Deila sveitarfélaga og leikskólakennara snýst um 11% leiðréttingu á launum leikskólakennara vegna þess að þeir drógust aftur úr viðmiðunarstéttum. Til að setja þessa 11% í samhengi þá eru þau u.þ.b. 15.000 kr. hækkun á laun leikskólakennara eftir skatta og gjöld. Það er um ein ferð í Bónus"
Þessa einföldu framsetningu skildi fólk og tók afstöðu með kennurunum hans Halla. Leikskólakennarar gerðu flottan díl, sem sumir reyna svo að plokka af þeim - að sjálfsögðu. Voru þeir ekki kosnir til þess?föstudagur, 30. desember 2011

Loforð ársinsLoforð ársins var reyndar ekki gefið á árinu, heldur á seinasta degi ársins 2010.


"...Á nýju ári þurfum við einnig að leiða til lykta áratuga deilur um auðlindamál. Við þurfum að ná sátt um nýjan grunn að sjálfbærri og sanngjarnri stefnu varðandi dýrmætustu auðlindir þjóðarinnar, meðal annars um fiskveiðistjórnunarkerfið. Auðlindir sjávar, orkan í iðrum jarðar og þau verðmæti sem fólgin eru í vatninu, jafnt heitu sem köldu eiga að vera sameign þjóðarinnar og þannig þarf að ganga frá málum að arðurinn renni með sanngjarnari hætti en verið hefur til allra Íslendinga."


Samkvæmt slúðri í fréttatímum á að stíga stór skref í áttina að því að efna þetta loforð á ríkisráðsfundi 365 dögum eftir að loforðið var gefið. Það lýsir stefnufestu og er gott.fimmtudagur, 29. desember 2011

Jólakort ársins


Það er orðið til siðs að senda ekki jólakort úr pappír. Ég tók upp þá hefð en mundi bara ekki fyrr en í dag að ég á blogg. Hér er jólakortið 2011 til vina og vandamanna.