föstudagur, 22. febrúar 2008

Snillar

Villi ætlar að standa af sér storminn segja þeir, kannski las hann ljóð Davíðs Þórs þar sem segir:

“Þessi stormur er bara gola ef maður skoðar hann hægt”

Veit það ekki. Veit það bara að Villi er snilli. Hann hefur bullað og ruglað í okkur og ekki þurft að standa fyrir máli sínu af því hann var að hugsa sig um. Nú er það búið.

En þeir eru fleiri snillarnir. Tveir þeirra heita Tom og Jerry. Hér eru þeir í meistarastykki sem inniheldur öll tilbrigði vandans sem einkennt hefur innra starf Sjálfstæðisflokksins undanfarið. Líka storminn.

Tónlistin er eftir Eugene Poddany, annan snilla, sem lést 1984 þá 65 ára gamall og er nú flestum gleymdur, en hann samdi meðal annars tónlistina við verk Dr. Seuss, köttinn með höttinn.

Myndin heitir:
Snowbody loves me


Engin ummæli: