sunnudagur, 2. febrúar 2014

Einn á hjóli


Það var í sjálfu sér virðingarverð tilraun hjá Eyþóri Arnalds, í Sunnudagsmorgni Gísla Marteins,  að reyna að endurvinna brottfall almennings frá Sjálfstæðisflokknum með því að halda því fram að þeir væru víst umhverfisverndarsinnar af því Theodore Roosevelt stofnaði þjóðgarð seint á nítjándu öld og af því Gísli Marteinn hjólar.

Þeim sem fannst þetta ekki bara fyndið fóru samt líklega að hlægja korteri síðar þegar Unnur Brá formaður Allsherjarnefndar Alþingis kom í þáttinn. Hún mætti greinilega ekki á hjóli.