sunnudagur, 31. október 2010

Algjör hittari


Það var staðfest í þættinum Sprengisandi í morgun að Jóni Gnarr og Besta flokknum er að takast það ætlunarverk að breyta stjórnmálunum.

Í þættinum sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir (gæti verið systir Sigurðar Kára) að umræðan snúist of mikið um líðan borgarstjóra og að það væri pínu sorglegt. „Umræðan snýst þessa dagana miklu meira um hans líðan, hvort hann er að hætta reykja, hvort hann er með höfuðverk, hvort hann er á spítala...”

En það sem Hönnu Birnu finnst sorglegt er í raun og veru dásamlegt. Mesta hættan við árangur Besta flokksins í kosningunum var að þetta nýja lið félli í sama far og forverar þeirra. Það hefðu orðið gríðarleg vonbrigði fyrir þá sem vildu breytingar ef Jón Gnarr hefði orðið eins og allir hinir borgarstjórarnir og farið að tala í yfirborðslegum frösum á upphöfnu stjórnmálamannamáli.

En Jón og félagar falla ekki í þá gryfju. Jón kom fram í dragi á gleðidögunum, hann klæddist bleiku til stuðnings brjóstakrabbameinssöfnun og hann lét tattóvera á sig merki borgarinnar. Enginn getur haldið því fram að hann sé bara eins og allir hinir.

En það sem er miklu merkilegra er að Jón segir okkur hvernig honum líður og það er bara alveg nýtt að tilfinningar séu teknar með inn í stjórnmál á Íslandi. Og það er merkilegt að það sé óvenjulegt að tala um tilfinningar og stjórnmál í sömu andrá, því stjórnmálamenn ætti fyrst og fremst að vera að vasast í pólitík til að fólki líði betur.

Jóni er að slá í gegn með þetta. Áhrif af nýjum stíl Besta flokksins eru meiri en margur gerir sér grein fyrir. Hanna Birna er meira að segja farin að tala um að hún sé að upplifa sorg.föstudagur, 8. október 2010

Rosalega trúlegt


Einhvernveginn finnst mér orð ríkisstjórnar um að skoða hugmyndir Hagsmunasamtaka heimilanna um almennar aðgerðir hljóma eins og þegar Ísraelsmenn ætla í friðarviðræður... Ég trúi þessu ekki hálfa mínútu.