miðvikudagur, 13. febrúar 2008

Úr tómri tunnu


Mummi bloggar á Eyjunni og fer gangrýnum höndum um aðra en sjálfa sig. Þetta virðist vera gert í þeim tilgangi að vekja athygli á starfsemi Götusmiðjunnar og afla henni frekari styrkja. Það er ástæða til að óska Mumma til hamingju með árangurinn því í nýjasta bloggi sínu greinir hann frá því að hann hafi verið að endurnýja Bensinn sinn.

Í bloggskrifum sínum á Eyjunni hefur Mummi undanfarið gagnrýnt Heilbrigðisráðherra fyrir að leita ekki ráða hjá sér, Félagsmálastofnun fyrir getuleysi, Reykjavíkurborg sem stendur sig; “by far langverst af öllum”, stjórnendur lögreglunnar fyrir getuleysi, Alsherjarnefnd Alþingis fyrir að vera “kerfispappakassar” , Barnaverndarnefnd fyrir að vita ekki af sukki 16 ára barns sem hann gaf frí úr meðferð og svo auðvitað heilbrigðisstarfsmenn fyrir að telja veikt fólk sjúklinga.

Í seinasta bloggi sínu dregur Mummi umræðu um alkahólisma 75 ár aftur í tímann.

Hann hafnar AA hreyfingunni sem hóf göngu sína á því að telja, þvert á ríkjandi viðhorf á þeim tíma, alkahólisma sjúkdóm.

Hann hafnar viðhorfum heilbrigðiskerfisins á Íslandi, klínískum leiðbeiningum Landlæknis og hugmyndafræði SÁÁ sem meðhöndlar alkahólisma sem sjúkdóm en ekki afleiðingu einhvers annars.

Hann hafnar skilgreiningum geðlæknasamtaka bandaríkjanna og staðli þeirra DSM IV, og jafnfram sambærilegum skilgreiningu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar ICD 10.

Rekstur Mumma er í skjóli Barnaverndarstofu. Barnaverndarstofa gerir við hann þjónustusamning. Það er þá e.t.v. rökrétt að álikta að skrif Mumma gefi góða mynd af standardi barnaverndar á Íslandi. Er það ekki?


4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mummi hefur nokkuð til síns máls þótt ekki deili ég með honum þeirri skoðun að alkóhólismi sé ekki sjúkdómur. Virkur fíkill er a.m.k. í sjúkdómsástandi. Það vita allir sem eitthvað þekkja til.

Hins vegar er algjörlega fráleitt að flagga AA sem einhverju "valid" í umræðu um læknisfræðilega hugtakið sjúkdóm.

AA byggir á "spiritual" grunni, ekki vísindalegum. Og raunar fyrst og fremst trúarlegum. Þar er lausnin vitundarsamband við einhvern Guð; að lúta handleiðslu "Hans" og að "enginn mannlegur máttur" fái við sjúkdóminn ráðið.

Það á ekkert skylt við læknisfræði.

Þess utan er alkóhólismi ekki ofnæmissjúkdómur, eins og AA-menn héldu. Þetta staðfesta læknar, m.a. þeir hjá SÁÁ. Þeir segja alkóhólisma heilasjúkdóm og tala núorðið mest um taugalífeðlisfræði.

Þú segir Mumma fara 75 ár aftur í tímann með viðhorfum sínum.

Þeir sem vilja flagga AA eru þá að fara 70 ár aftur í tímann, að minnsta kosti. Kom ekki AA bókin út árið 1939?

Þau fræði hafa ekkert verið uppfærð á þessum 70 árum; óheppilegum þýðingum hefur bara víða verið breytt, rétt eins og í Biblíunni.

Ætli margir heilasjúkdómar séu meðhöndlaðir enn með nákvæmlega sömu meðulum og á fyrri hluta síðustu aldar?

Hörður Svavarsson sagði...

Orri, hér er því flaggað sem tímamótum að AA hreyfingin braut blað með því að telja alkahólisma sérstakan sjúkdóm en ekki afleiðingu annara.

Um aðferðir AA má auðvitað deila ef menn hafa áhuga.

AA varð til á undan bókinni þeirra. 70 ár, 75 ár - meikar það diff? Eða viltu bara karpa?

Nafnlaus sagði...

Hef engan áhuga á karpi.

Sýnist karpið vera fremur á milli ykkar sem hjá sitthvoru batteríinu starfið. Ég skil sjónarmið beggja og styð SÁA heilshugar, eins og þú kannski veist.

En aðalmálið er auðvitað að sem flestir haldi sig frá vímuefnum, hvernig svo sem þeir fara að því.

Bestu kveðjur ...

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.