laugardagur, 16. febrúar 2008

Kjánaleg markaðssetning


Fór í Smáralind áðan að fá mér síma og nýtt númer. Leið svolítið kjánalega af því símafyrirtækið sem ég ákvað að skipta við er markaðssett sem skemmtistaður.


Ég ákvað að eiga viðskipti við Nova af því þar má fá fín númer fyrir lítið gjald, fína síma á góðum kjörum og mjög hóflegt afnotagjald. Ég lét semsagt ekki kjánalega markaðssetningu koma í veg fyrir að ég gerði góðan díl.

Undir diskóspeglakúlu stóð ég ásamt nokkrum miðaldra mönnum og barnakörlum sem voru að fá sér síma líka. Enginn með kók zero, sem var líka markaðssett kjánalega, engin Gilzenegger típa á svæðinu. Enginn virtist á leiðinni á djammið.

3 ummæli:

Jón Garðar sagði...

Ansans .. þetta gæti endað með að Novafólkið héldi neyðarfund vegna þess að "vitlausir" viðskiptavinir flykktust í búðina.

Hörður Svavarsson sagði...

Já jón garðar, Novafólkið gæti líka greint kúnnahópinn og séð að kúnnarnir eru greindir en ekki vitlausir. Spurning hvort það sé vitlaust...

pjotr sagði...

Sat í rútu með svona NOVA-manni. Hann fullyrðir að síma og nettengingastefna NOVA komi til með að bjóða uppá besta kostinn fyrir neytendur (til að byrja með amk). Skilst að væntanlegt sé frábært netsamband t.d í sumarbústaðinn sem er mun einfaldara og ódýrara en það sem "hinir" bjóða uppá.