miðvikudagur, 6. febrúar 2008

Fréttablað í dómarasæti


Í frétt af þinghaldi í Héraðsdómi Suðurlands, í svokölluðu þvagleggsmáli segir fréttablað í dag:

“…Nota þurfti valdbeitingu við sýnatökuna…”

Með þessu gildishlaðna orðalagi tekur þetta fréttablað afstöðu í viðkvæmu deilumáli. Því um það hefur verið deilt hvort umrædd valdbeiting var nauðsynleg. Það má líka nota annað orð yfir valdbeitingu, t.d. ofbeldi eða jafnvel kynferðislegt ofbeldi í þessu tilviki.

Það er merkilegt að þetta fréttablað tak svo einarðlega afstöðu með þessum hætti því stjórnendur þess telja að blaðið taki að jafnaði ekki afstöðu. Þannig er ekki skrifaður leiðari í blaðið heldur birta einstakir skrifarar þar “skoðun” sína hverju sinni í sérstökum dálki. Fyndið.


4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er óumdeilt í málinu að valdi var beitt. Það er deilt um það hvort lagastoð sé fyrir valdbeitingunni. Ekkert athugavert við þetta. kv MH

Alex Björn Stefánsson sagði...

Það er greinilegt að þú ert búinn að mynda þér skoðun á þessu máli.
Ég er á móti "valdbeitingu" lögreglu í þessu máli en rök þín gegn fréttablaðinu, duga skammt.

Hörður Svavarsson sagði...

maggi; ég efast ekki um að valdi var beitt, en er ekki jafn viss og þetta fréttablað um að þess hafi þurft.

alex; Ég hef aldrei neitað því að hafa skoðanir en það hefur þetta fréttablað gert. Veit ekki hvaða rök mín duga skammt, né heldur hvert þau ættu að duga. Ég er ekkert á móti þessu blaði.

Nafnlaus sagði...

Orðrétt úr dómi Hæstaréttar 5.des.2007 vegna vitnisskyldu lögreglustjóra:
"Varnaraðili var handtekin og færð á lögreglustöðina á Selfossi til þess að gefa þvagsýni í þágu rannsóknar. Varnaraðili neitaði hins vegar að veita lögreglu slíkt sýni. Eftir nokkurt þóf var tekin ákvörðun um að taka af henni þvagsýni með valdbeitingu og fór sú aðgerð fram á lögreglustöðinni.