miðvikudagur, 6. febrúar 2008

Bush og æðri máttur...


Í heimsókn til trúarbragðasinnaðrar vímuefnameðferðarstöðvar í Baltimor ræddi Bush Bandaríkjaforseti um sína eigin drykkju og vandann sem hann átti eitt sinn í.

“Ég skil fíkn og ég skil hvernig breytt hjartalag getur hjálpað þér að glíma við fíknina”

AP fréttaveitan greindi frá því 29. janúar að Bush hefði heimsótt meðferðarstöðina og tjáð sig um áfengisneyslu sína. Í annað sinn síðan 2003.

“Fíkn er erfitt að yfirstíga. Eins og þið kannski munið þá drakk ég of mikið í eina tíð.” Sagði Bush og eftir að hafa spurt tvo sjúklinga á staðnum hvernig þeim hefði tekist að hætta að nota vímuefni sagði hann.

“Fyrst er að átta sig á því að það er æðri máttur. Það hjálpaði mér í mínu lífi. Það hjálpaði mér að hætta að drekka” Í heimsókninni vitnaði hann til sporakefis AA samtakanna og hrósaði mönnunum fyrir að taka á sínum vanda. “Dætur ykkar verða stoltar af ykkur”

Nora Volkow, forstjóri National Institute on Drug Abuse (NIDA) og John Schwarzlose, stjórinn á Betty Ford meðferðarstöðinni eru sammála um mikilvægi þess að forsetinn tjáði sig með þessum hætti.

Nora segir að rannsóknir sýni að opinská umræða um vímuefnavanda hafi gífurlegt gildi því fordómar séu enn það miklir hjá þeim sem eiga í slíkum vanda. Og það hafi sterk áhrif þegar opinberar persónur tjái sig með þessum hætti.

John segir að honum finnist vænt um það sem forsetinn var að gera – en spyr jafnfram um aðgerðir og bætir við; “Þetta er í raun og veru of seint.”

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég hélt alltaf að Búss væri æðri máttur?

Hörður Svavarsson sagði...

Jamm

Nafnlaus sagði...

eða æðri æðri mætti