föstudagur, 15. febrúar 2008

14 ára á kassa


Af samskiptum í Krónunni


“Ég ætla að fá þennan ost”

Afgreiðslubarnið tekur ostinn og rennir honum fram hjá skannanum, réttir ostinn til baka og segir:

“Þessi vara er ekki til”

“Jú þessi vara er til – ég held á henni”

“Nei þessi vara er ekki til”

“Ég geri mér grein fyrir að þessi vara er kannski ekki skráð í kassakerfið, en hún er til, ég held á henni”

“Nei – þessi vara er ekki til”

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég heyrði af sambærilegum samskiptum í Bónus um daginn.

Afgreiðslubarn spyr: "Ætlar þú og fá þetta og þetta?"

Viðskiptavinur: "Já, ég ætla að fá hvort tveggja"

Afgreiðslubarn skilur ekki hvað viðskiptavinurinn meinar.

Afgreiðslubarn á næsta kassa kemur til hjálpar: "Ég lenti í þessu um daginn, þetta þýðir að hún ætli að fá bæði"

Nafnlaus sagði...

Sorglegt! Börn í dag skilja ekki sitt eigið tungumál. Starfsfólkið sem er af erlendu bergi brotið vinnur sína vinnu þegjandi og hljóðalaust og spyr svo "How many poka?!".

Hörður Svavarsson sagði...

Nei þetta er ekki sorglegt!

Það er barasta ekkert sorglegt við þetta.

Neme e.t.v. að vinnuverndarreglur séu brotnar á börnum. En það er önnur umræða.