sunnudagur, 9. nóvember 2008
VARÚÐ, VARÚÐ - HALLA Í HÆTTU
Dómsmálaráðherra dregur í efa trúverðugleika þingfréttaritara Morgunblaðsins, Höllu Gunnarsdóttur, af því hún var “stóryrtur” ræðumaður á borgarafundi í Iðnó.
Svo kemur kaldastríðshótunin;
"Í dagbókarfærslu í gær velti ég fyrir mér, hvort unnt væri að treysta á óhlutdrægni fjölmiðlafólks í þessari orrahríð allri. Ég hef fengið ábendingar um, að fleiri velti þessu fyrir sér."
Ég hef fengið ábendingar um, að fleiri velti þessu fyrir sér.
…að fleiri velti þessu fyrir sér!!!
Ó – við erum svo hrædd! Hvað ætli verði gert við Höllu? Ætli það sé löggan sem veltir þessu fyrir sér? Kanski Ríksilögreglustjóri! Á maður kannski að segja Herra Ríkislögreglustjóri? Hei – hann ræður líka yfir öllum hæstaréttardómurunum manstu. Dísös!
Halla, það eru fleiri að velta þessu fyrir sér! Vissir u ða?
En annars, hverjum er ekki nákvæmlega sama hvað þessi klíka er að pæla núna?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
12 ummæli:
Er hún (þ.e. klíkan) ekki bara að huxa um Virðingu og Réttlæti?
- G
G meinarðu VR?
Þórunn Sveinbjarnardóttir veit hvað gera skal við birni sem valda fólki vandræðum
Hún hefur gefið gott fordæmi
Loksins er maður sammála Bjössa, þessi Halla er náttúrulega bara djók.
C
Ætli þetta sé ekki það sem kallað er hugrenningartengsl, eða ósjálfráð huxun? Björn, Sjálfstæðisflokkurinn, forysta VR - semsagt klíkan?
- G
Mr. C burtséð frá því hvort Halla er djók eða ekki.
Ertu semsgt sammála því að dómsmálaráðherra landsins hóti fólki með þessum hætti?
Ég hjó líka í þetta með ábendingarnar.
Er einhver sem liggur í leyni og safnar upplýsingum um þá sem gagnrýna stjórnvöld?
Þurfum við að skrifa Mogganum og mótmæla fyrirhugaðri brottvikningu Höllu úr starfi.
Það hlýtur að vera í þá átt sem Björn talar.
Afskaplega ósmekklegt, afskaplega týpískt fyrir valdastíl BB og félaga ... og engan veginn í stíl við það sem þjóðin vill ... þessi þjóð sem altsvo borgar BB laun.
Elfa
Var á fundinum - frábær innkoma hjá Höllu. En getur einhver sagt mér dóttir hvaða Gunnars hún er ?
Ég gat nú ómögulega lesið út úr þessu einhverja hótun í garð Höllu? Finnst þetta meira svona almennt.
Hún er dóttir Gunnars Sigurðssonar leikstjóra, sem er einn af aðstandendum þessara funda í Iðnó.
Hann hefur væntanlega boðið fólk velkomið og stýrt þessum fundi.
Elfa
Ég var á þessum fundi og ræðan hennar Höllu var frábær. Var beint til Björgólfs, henni fannst skítt að hann væri að spila Matador með hennar peningum. Pólitískara var það nú ekki.
Mogginn má þakka fyrir að hafa þessa konu í vinnu, hún er eldklár og skemmtileg.
Skrifa ummæli