þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Lög með óbragði
Hvernig ætli þeim líði strákunum í Sjálfgræðisflokknum sem supu hveljur þegar reykingar voru bannaðar á veitingahúsum? Strákarnir sem endilega vilja að vímuefnið alkahól sé selt í matvöruverslunum, allt vegna hins bráðnauðsynlega frelsis einstaklingsins.
Hvernig ætli þeim líði núna þessum strákum þegar Alþingi hefur sett lög sem banna að farið sé í mál við fjármálafyrirtæki sem hlotið hefur greiðslustöðvun? En það ku vera brot á stjórnarskrá.
En óbragðið hverfur sjálfsagt fljótt ef þulið er nógu oft:
“Vandinn er innfluttur! Enginn gat séð þetta fyrir! Foringinn og varaforinginn eru óskeikulir! Vandinn er innfluttur! Enginn gat séð þetta fyrir! Foringinn og varaforinginn eru óskeikulir! Vandinn er innfluttur! Enginn gat séð þetta fyrir! Foringinn og varaforinginn eru óskeikulir! Vandinn er innfluttur! Enginn gat séð þetta fyrir! Foringinn og varaforinginn eru óskeikulir! Vandinn er innfluttur! Enginn gat séð þetta fyrir! Foringinn og varaforinginn eru óskeikulir! Vandinn er innfluttur! Enginn gat séð þetta fyrir! Foringinn og varaforinginn eru óskeikulir!”
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli