mánudagur, 17. nóvember 2008

Verkalýðshreyfingin og stjórnin sátt


Verkalýðshreyfingin sem getur ekki hugsað sér að verðtrygging lána verði afnumin ætlar sé ekki að gera kröfu um verðtryggingu launa. Hún hefur hinsvegar gert samkomulag við ríkisstjórnina um hvernig haga beri kjarasamningum.

Í leyniplagginu um samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem nú hefur verið gert opinbert kemur þetta fram:

"Stefna í kjaramálum.
23. Mikilvægt er að ná þjóðarsátt sem er samrýmanleg við þjóðhagsleg áform þessarar áætlunar. Sagan sýnir að stefnan í kjaramálum hér á landi hefur verið mjög skilvirk. Fyrri kjarasamningar hafa stutt þjóðhagslega aðlögun þegar þess hefur verið þörf. Aðilar vinnumarkaðarins hafa viðurkennt nauðsyn þess að gera kjarasamninga sem samrýmast þeirri alvarlegu stöðu sem nú er uppi."


Var einhver hissa á því að verkalýðsfélög hafa ekki stutt þau mótmæli sem almenningur hefur staðið fyrir að undanfarið?


4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er svo vonlaus barátta hjá verkalýðsauðmönnunum. Lífeyrir frekar en mannsæmandi laun.

Ég skil ekki hvernig í ósköpunum þeir ætla landsmönnum að borga af síhækkandi lánum vegna verðtrygginar.

Verðtrygging í eðli sínu veldur verðbólgu. Á kreppu tímum veldur hún óðaverðbólgu. Hefur enginn stjórnmálamaður áttað sig á því.

Nafnlaus sagði...

Verkalýðsleiðtogarnir eru bara í sama ,,klúbbi" og allt stjórnmála- og embættismannakerfið !

Þetta fólk hefur ekki verið í sambandi við fólk og alls ekki að tala við fólkið !

Verkalýðsleiðtogar notuðu lífeyrisjóðina sem ástæðu fyrir verðtrygginu húsnæðislána hér áður fyrr, núna eru rökin íbúðalánasjóður !

Á einni nóttu vorum við öll sett á hausinn !
En að verðtygging húsnæðislána verði endurskoðuð , nei !
Þetta er einhver sértrúarflokkur verkalýðsleiðtoga og hagfræðinga !

Nafnlaus sagði...

Hárrétt! Verkalýðs"leiðtogarnir" í dag eru hluti af því valdakerfi, sem búið er að steypa þjóðinni í hyldýpið.
Tímabært að þau líti í eigin barm.
Verðtrygging er veikburða tæki til nota í óðaverðbólgu, en var tækifæri til og átti að afnema fyrir mörgum árum, þegar verðbólga var lág.
"Nýja" þjóðarsátt? Um hvað? Þegja og borga?

Nafnlaus sagði...

Kom áðan....

November 19, 2008
Country: Iceland

Title: Request for Stand-By Arrangement