laugardagur, 15. nóvember 2008

Pissaðu bara í skóinn elskan


Það er alveg gasalegt úrræðaleysið sem almenningi er boðið uppá. Daginn fyrir útifund kynnir ríkisstjórn tillögur sem fela í sér að greiðslubyrði af húsnæðislánum geti lækkað um 10%. Og 20% eftir ár.


Kannski halda stjórnvöld að almenningur sé heimskur. Verðbólgan hleypur á tugum prósenta. Gengið var 100% hærra í ársbyrjun, mest munar um lækkun seinustu vikna. Þetta gengisfall er nú farið að koma fram í vöruverði á innfluttum vörum. Þegar þessar verðhækkanir mælast í vísitölunni hækka húsnæðislánin – og þau hæakka gífurlega. Samfara þessum hækkunum er spáð allt að 50% lækkun á húsnæðisverði.

Nú er það svo að gott getur verið að lækka greiðslubyrðina ef tímabundnir erfiðleikar steðja að. En erfiðleikarnir eru ekki tímabundnir, þessi leið sem kynnt var í gær felur í sér að við borgum minna núna og meira seinna.

Og ekki nóg með það. Í dag komu fram nánari skýringar á greiðslujöfnunarleiðinni. Þar segir: “Sérstök athygli skal vakin á því að greiðslujöfnun mun í raun leiða til aukins kostnaðar fyrir lántaka þegar upp er staðið í formi vaxta og verðbóta.”

Í gær voru kynntar hugmyndir sem eru álíka mikils virði og að pissa í skóinn sinn ef manni er kallt. Það kólnar fljótt aftur og vandinn er orðinn verri.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman væri að spyrja Geir og sollu hvernig þau sjá fram á að þetta fólk borgi lánin sín í framtíðinni.

Líklega myndi það benda fólki á að frysta afborganir þangað til að það er búið að vinna í lottóinu.

Ef laun hækka ekki, sem þau munu ekki gera næstu árin, þá mun enginn geta borið aukna greiðslubirgði.

Réttast væri bara fyrir þau að segja sannleikann. Það er búið að afnema gjaldþrot. Við ætlum að sjá til þess að þið borgið lánin ykkar sama hvað gerist og að þau skuldfærist helst á börnin ykkar þegar þið deyjið.

Ef þið gerið þetta ekki þá gætuð þið tapað lífeyrinum. Gvuð ég vil ekki tapa lífeyrinum. Ef ég fæ ekki lífeyrinn, hvernig á ég þá að borga af lánunum.

Að fresta því óumflýjanlega um nokkra mánuði er aumasta leið til að seðja múginn sem ég hef heyrt.

Nafnlaus sagði...

Sammála Hörður
Þá eru bara tvær leiðir:
1. að afnema verðtryggingu með lögum
2. Setja 200 milljarða í að lækka höfuðstól allar lána í landinu.

Þetta er sama upphæð og notuð var til að toppa upp peningamarkaðssjóðina fyrir 10 dögum.
Doddi