sunnudagur, 16. nóvember 2008
Konan sem kenndi mér að lesa…
…fékk verðlaun Jónasar Hallgrímssonar í dag, á degi íslenskrar tungu. Og ég sem var að hugsa um að blogga um dag Íslenskrar tuggu. Nú kann ég ekki við það.
Mér finnst mjög vænt um Herdísi og hefur alla tíð þótt. Ekki bara vegna þess að hún kenndi mér að lesa og skrifa og reikna heldur vegna þess hvernig manneskja hún er. Hvergi í skóla hefur mér liðið betur.
Við kvöddumst þegar ég var átta ára og þrjátíu árum síðar mætti ég henni á göngu. Hún staldraði við og sagði “Bíddu nú við er þetta ekki gamall nemandi minn?”
Allt sem ég hef lært síðan hún var kennarinn minn er byggt á undirstöðunni sem ég fékk í stofu 2 í Ísaksskóla.
Ég gæti ekki hugsað mér verðlaunahafa sem á þessa viðurkenningu meira skilið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli