laugardagur, 22. nóvember 2008

INGIBJÖRG


Nú vill fólk ákveða sjálft hvað eru hagsmunir þess. Það eru hagsmunir fólksins að fá að ákveða það sjálft. Það heitir lýðræði.


Það er eitthvað annað þegar ein manneskja ákveður hverjir hagsmunir fólksins eru

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nákvæmlega.

Nafnlaus sagði...

Akkurat!

Margrét sagði...

Einmitt.

sveitolina sagði...

Ingibjörg, hélt hún hefði öðlast örlitla auðmýkt við að ganga i gegnum heilaskurðaðgerð og fá annað tækifæri?

Nafnlaus sagði...

Og hverju myndi það skila að kjósa núna strax?

Nafnlaus sagði...

Hver er að tala um að kjósa strax? Ekki einu sinni Steingrímur joð segir strax – hann stefnir á febrúar (líklega í þeirri von að aukið fylgi í skoðanakönnunum hangi inni þá og að fólk hafi þá ekki náð að undirbúa frambærileg framboð).

Sífellt fleiri tala um að kosningar séu óumflýjanlegar – og margir virðast telja að vorið sé tíminn.

Stjórnarflokkarnir vonast eftir að geta þraukað í ár svo doðinn verði lagstur yfir þjóðina.

Þetta kjaftæði um að stjórnmálamenn (núverandi) megi ekki missa fókusinn á erfiðum tímum er óþolandi. Þetta fólk er alltaf í kosningabaráttu hvort sem er og því virðist ómögulegt að ræða neitt á vitrænan hátt í meira en örfáar mínútur. Gagnrýni er illa tekið. Flokkslínan ruglar svo þankaganginn hjá flokksfólkinu – það er erfitt að muna hvað flokknum finnst og reyna að tvinna við það sem manni sjálfum finnst.

Hvað er að því að kjósa? Ef allir eru ánægðir með stjórnina þá stendur hún. Og ef hún stendur sig framúrskarandi(!) fram að kosningum þá ætti þeim að vera óhætt.

En þetta finnst mér:
Hætta með flokkana. Kjósa einstaklinga, á grundvelli mannkosta og stefnumála. Og kjósa í vor.

Kv.
Dóra Ísleifsdóttir