miðvikudagur, 5. nóvember 2008

Fari í helvíti sem ég drap mann. Og þó.


Á Gunnar Páll að segja af sér formennsku í VR og miðstjórn ASÍ af því hann stóð að þeim vafasama gjörningi í stjórn Kaupþings að afskrifa lán til helstu stjórnenda bankans?


Var Gunnar Páll ekki bara að gæta hagsmuna lífeyrissjóðanna sem áttu miklar eignir bundnar í hlutum í Kaupþingi? Er heppilegt að verkalýðsforingjar hafi það hlutverk að gæta hagsmuna lýðsins en um leið lífeyrissjóða sem eru mestu fjármagnseigendur í landinu? Eru þau hlutverk samrýmanleg?

Hafi Gunnar Páll verið að gæta hagsmuna lífeyrissjóðanna er augljóst að honum mistókst það ætlunarverk sitt. Ætti hann þá að segja af sér af því að hann stóð að siðferðilega vafasömum og líklega ólöglegum gjörningi eða af því honum mistókst ætlunarverk sitt?

Hvað ætli margir álíka vafasamir gjörningar hafi verið framdir á undanförnum árum. Gjörningar sem enginn gerði athugasemd við af því þeir mistókust ekki? Er Gunnar Páll ekki bara tannhjól í þessari vítisvél sem hér hefur verið keyrð í 17 ár?


3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Í öllu þessu svínaríi sem er að viðgangast, þá virðist allt vera löglegt ef trúa má viðbrögðum lögreglu.

Þeir spretta úr spori ef maður ekur of hratt. En þegar sönnunarbyrðina er ekki að finna í hraðamyndavél...tja, hvað tekur þá við?

Reiður

StashDiva sagði...

Auðvitað á maðurinn að segja af sér, annars er hann siðblindur.
Sama má segja um fleiri stjórnendur lífeyrissjóða sem tóku fullann þátt í græðgisvæðingunni og bera nú þau sannindi á borð fyrir lífeyrisþegar að þeir megi búast við 5 - 7 % skerðingu á lífeyri frá áramótum. Fjármálakreppunni er kennt um en enginn minnist á vafasamar fjárfestingar stjórna sjóðanna.

Nafnlaus sagði...

Svona nokkurs konar Þórólfur Árnason? Er ekki að afsaka hann en þarf ekki að kafa dýpra?
Kv. Solveig