föstudagur, 7. nóvember 2008
Virðing og réttlæti
Af vef VR:
"Ákvörðun sem Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, stóð að á vettvangi stjórnar Kaupþings í september síðastliðnum byggði hann á hagsmunum sjóðfélaga í Lífeyrissjóði verzlunarmanna... ...Ljóst er að draga má þá ákvörðun í efa"
"...Fundurinn styður störf hans sem formanns VR, en leggur jafnframt til að boðað verði til almenns félagsfundar svo fljótt sem auðið er."
Semsagt: Trúnaðarmenn VR styðja Gunnar í störfum sem formann en ekki sem hagsmunagæslumann lífeyrissjóðs inni í Kaupþingi og vilja kalla til félagsfundar til að taka þá óhjákvæmilegu ákvörðun sem þeir treysta sér ekki í sjálfir.
Og frá Vísi:
Sjálfur sér Gunnar ekkert athugavert við að hann sem verkalýðsforingi sé með laun sem slaga upp í laun forseta Íslands og berjist gegn ofurlaunum í samfélaginu. Hann var með um 550 þúsund krónur á mánuði fyrir að sitja fáeina fundi fyrir VR hjá Kaupþingi og 1700 þúsund í laun sem verkalýðsforingi.
...you really got me...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Var að senda Gunnari formanni VR þetta:
Sæll Gunnar.
Tjónið sem þú hefur nú valdið félaginu er nú óbætanleg. Úrsagnir félaga í VR byrjaðar. Þeim á bara eftir að fjölga. Þú átt heiðurinn af því skuldlausan.
Hvað réttlætið varðar þá vil ég biðja þig að nefna þig ekki í sömu andrá en það ert þú að gera á meðan þú berð titil formanns VR sem kennir sig við Virðingu og réttlæti.
Ef þú berð snefil af virðingu fyrir VR þá vinsamlega segðu af þér.
--
Kveðja / Regards,
Sigurdur Karl Agustsson
Segi mig svo úr VR á Mánudag.
... ég hef aldrei verið í VR.
En mér finnst þetta mál algjör hneisa. Bæði fyrir VR og Gunnar sjálfan, en ekki síst stjórnina sem hlýtur að hafa gengist við þessum gjörningum leynt eða ljóst.
kv, GHs
Það er hræðilegt að segja sig úr verkalýðsfélagi núna, með atvinnuleysisvofuna hangandi yfir sér.
BURT GUNNAR PÁLL BURT
Skrifa ummæli