sunnudagur, 23. nóvember 2008

Ólöglegar handtökur


Sumir hafa orðið til þess að fordæma ákall um frelsi ungs manns sem handtekinn var ólöglega í fyrradag.


Um handtökuna segir Ragnar Aðalsteinsson lögmaður á mbl.is í dag:

“…að ekki sé heimild í lögum fyrir handtöku á þessum forsendum. Hver maður sjái hversu hættulegt það væri að heimila stjórnvöldum, lögreglu eða dómsmálaráðuneyti, slíkar aðferðir því þá gætu þau margskipt refsingum og hagað því þannig að hinn seki vissi aldrei hvenær hann gæti búist við refsingu og hvenær hann yrði settur inn. Slíkt sé óbærilegt og standist ekki í réttarríki.

Ragnar segir að tilkynna hefði þurft manninum með þriggja vikna fyrirvara að hann þyrfti að hefja afplánun að nýju…”

Svo víkur Ragnar að því að svona handtökur séu víða stundaðar. Það er rétt.

Fyrir fjörutíu árum var mótmælandinn Jhon Sinclair handtekinn í Bandaríkjunum og dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að gefa lögreglumanni í dulargervi tvær jónur, sem á Morgunblaðsísku heita örugglega kanabisvindlingar.

Lýðræðissinninn og mótmælandinn John Lennon var einn af þeim sem mótmælti. Við erum fjörutíu árum á eftir könum í mótmælum og réttarfari.


Engin ummæli: