sunnudagur, 2. nóvember 2008

Hvað á að skattleggja


Íslendingar eru sú þjóð sem mátt hefur þola langmestar skattahækkanir af öllum þjóðum innan Efnahags- og framfarastofnuninnar, OECD, á síðasta áratug. Er nú svo komið að Ísland er komið á topp tíu listann yfir þau ríki sem þyngsta skattbyrði leggja á þegna sína.


Ríkissjóður sér fram á gríðarlegan hallarekstur á næsta ári og við því þarf að bregðast. Þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu telja líklegt að skattar hækki meira.

Og hvaða skattar ætli verði nú hækkaðir í þessari skattapardís, skattheimtumanna?

Ætli verði sett á auðlindagjald?
Ætli verði sett á orkugjald til stóriðju?
Ætli verði settur á hátekjuskatur?
Æti kvótinn verði innkallaður og arður af leigðum kvóta settur í þjóðarsjóð?
Ætli fjármagnstekjuskattur verði jafnaður við tekjuskatt launamanna?
Ætli verði settir grænir skattar?


Nýtt Ísland?

NEI ALLS EKKI! Sjálfstæðisflokkur lætur almennt launafólk borga.


23 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Af hvaða sköttum er einhver annar en almenningur, að borga?

Geturu svarað því?

Er hátekjuskattur fyrir einhvern annan en almenning?

Er fjármagnstekjuskattur á einhvern annan en almenning?

Eru fyrirtæki í eigu einhvers annars en almenning? Ef þau eru í ríkiseigu - hver á þau þá?

Hvað áttu eiginlega við?

Ef það á ekki að skattleggja almenning, hvern á þá að skattleggja? Útlendinga?

Hörður Svavarsson sagði...

Ó nafnlaus, pirraður og enn í Flokknum?

Nafnlaus sagði...

Góðar spurningar, þetta eru lykilatriði. Það skiptir öllu máli hvaða skattar verða hækkaðir. Nú er kominn tími til að jafna svolítið bilin, eða minnka þau réttara sagt! "Almenningur" er nefnilega ekki allur á sama báti, við erum ekki einsleitur hópur heldur höfum við orðið sífellt ójafnari síðustu árin. Nú þarf að breyta því!!

Harla ólíklegt að sjálfstæðisflokkurinn hagi skattahækkunum eins og þú lýsir, fyrr frysi í helvíti. Það þarf að koma þeim frá hið snarasta ef ekki eiga að bresta á skipulagðar sætaferðir úr landi.

Nafnlaus sagði...

Já - ég er pirraður. Nei - ég er ekki í Flokknum - ég er hins vegar hagfræði menntaður og átta mig á því að öll skattlagning, hvort sem hún er á hátekjufólk, fyrirtæki, eða auðlindir hefur áhrif á almenning á einn eða annan veg "in the long run".

StashDiva sagði...

Almenningur er nú oftast skilgreindur sem hinn venjulegi vinnandi maður, með lágar eða meðaltekjur.
Ég legg til stigvaxand hátekjuskatt

stigvaxandi Fjármagnstekjuskatt eftir að ákveðinni upphæð er náð, til að vernd sparnað almennings sem er venjulega ekki stórar fjárhæðir.

Afnema matarskatt og leggja lúxuskatt á ýmsa vöruflokka á tímabundið.

Setja kvótann í ríkiseigu og leigja hann eingöngu til fyirtækja sem geta sýnt fram á að vera rekina réttu megin við núllið

Lækka tímabundið skatta á nýsköpunarfyrirtæki sem geta skilað inn gjaldeyri þegar þau ná undir sig fótunum.

PS: ég er líka menntuð í þessum fræðum

Unknown sagði...

O.K. Pirraði naflausi, eins og er ber ég ekki mikla virðingu fyrir þeirri hagfræði sem hefur ráðið ríkjum í ríkisfjármálum á Íslandi.

Ég get ekki séð að ef Herra Jón hætti að leigja útgerðinni kvóta en Ríkið fer þess í stað að leigja útgerðinni kvóta, þá komi það "in the long run" niður á almennu launafólki. Hagfræði sem heldur því fram er túarbrögð en ekki fræði.

Það er nú lítið réttlæti í því að skattleggja fjármagnstekjur aðeins um fjórðung af því sem blóð svita og tár tekjur eru skattlagðar. Sérstaklega undarlegt ef sama fólkið er að borga þessa skattlagningu "in the long run"

Nafnlaus sagði...

Hörður,

Í fyrsta lagi talaði ég aldrei um þá stefnu sem rekin hefur verið hér undanfarin ár. Í mínum huga er hún ótengd hagfræði sem fræðigrein.

En þessi svör þín bera bara með sér að þú skiljir ekki hagfræði nógu vel til þess að vera tjá þig um hana á tæknulegum forsendum.

Þú talar um eins og eru fjármagnseigendurnir séu þeir sem hafa fengið pening í arf eða gefins vegna einkavinavæðingar.

Hvað með ömmu og afa sem hafa sparað allt sitt líf - þá eru fjármagnstekjurnar afleiðining blóðs og svita sem hefur verið skattlagður áður af hörku. Á svo að skettleggja ávöxtunina af sparnaðinum þeirra að hörku líka?
Viltu semsagt letja fólk til sparnaðar?

Ef þú ætlar að láta þetta snúast um auðmenn, þá finnst mér það meiri hneisa að þeir gæti ávaxtað peninginn sinn, ríkistryggt, inná bankabók með 15% vöxtum - heldur en að þeir þurfi að greiða 10% skatt.

Ég hef enga sérstaka skoðun á því að kvótinn verði fluttur aftur til ríkisins - mér finnst þó kvótakerfið margt um skárra en mörg kerfi í kringum okkur.

Ég hef litla trú á því að ef fjármagnstekjur verði hækkaðar til jafns við aðrar tekjur að það hjálpi einhverjum - ég held að það sé beinlínis bjarnagreiði við það fólk sem stendur hvað verst.

Unknown sagði...

Mr. naflaus ekki ætla ég að neita því að ég skilji ekki hagfræði á tæknilegum forsendum. Og er þá ekki á samabekk og greiningadeildir bankanna og háttvirtur seðlabankastjóri og allir þeir sem staðið hafa að peningamálastefnu ríkisins.

Ég hef ekki óskað eftir fjármagnstekjuskatti umfram tekjuskatt.
Viltu þú semsagt letja fólk til að vinna?

Hvað ömmu þína og afa varðar finnst mér sjálfsagt að þau borgi skatt af hagnaði sínum eins og aðrir.

Það er bara svo mikið bull í gangi og ekki boðleg rök að segja að fólk skilji ekki ósanngirnina vegna tæknilegra forsendna.

Hvað t.d. um lífeyrissparnað, hvernig stendur að hann er skattlagður eins og tekjur? Og á ég þá við ávöxtun af sparnaðinum. Það er kannski eitthvað tæknilegt sem hægt er að skýra út fyrir fáfróðum eins og mér.

Afhverju ert þú svona mikið á móti því að fjármagnstekjuskattur og tekjuskattur verði samræmdir?

Nafnlaus sagði...

Fyrirgefðu Hörður, það var ósanngjarnt af að ætla reyna snúa umræðunni uppí tæknimál og um leið að reyna útiloka þig frá umræðunni - þetta er rétt hjá - umræðan má ekki snúast uppí það.

Ég er hjartanlega sammála þér með lífeyrissparnaðinn - hann á bara að vera skattlagður eins og aðrar fjármagnstekjur, s.s. 10% eins og við núverandi lög.

Hvað hækkun á fjármagnstekjuskatti varðar þá er ég eindregið á móti háum sköttum á fjármagnshagnað - sér í lagi á landi þar sem verðbólga virðist vera krónískt vandamál.

Segjum sé svo að ég fái 10% vexti á 100 krónurnar mínar. Eftir 1 ár fæ ég því 10 krónur greiddar frá bankanum (eða þeirri deficit einingu sem þurfti á fjármagni mínu að halda). Segjum svo að skattur á þessar fjármagnstekjur sé 50%. Ég borga því 5 krónur til ríkisins í formi skatts. Ávöxtun mín var því í raun 5% eftir skatta. Nú eru verðbólga há - sem endurspeglast í þeim háu vöxtum sem ég fékk, þ.e.a.s 10%. Segjum að verðbólga haf verið s.l ár 5%. Þá er raunávöxtun á fjármagnið mitt 0%. Ég er því engu bættari að leggja peninginn minn fyrir (ef ég eyði peningum eftir ár fæ ég jafn mikið af gæðum eins og ég myndi eyða þeim núna), NEMA, af því gefnu að vaxtastig hækki ennfrekar. Hvað gerist þá? Jú, fjármagnseigendur verða tregir til þess að lána fjármagn - nema á of háum vöxtum, sem aftur letjar lántakendur til þess að ráðast í þau verkefni sem þau hafa í handraðanum, s.s. ýmis nýsköpunarverkefni, því að verkefnin standa ekki undir ávöxtunarkröfunni sem á þau er gerð. Úr verður frosinn fjármagnsmarkaður og óskilvirkt atvinnulíf. Það kemur engum vel - ekki einu sinni Jóni Jóns sem vinnur á lyftara með 200 þúsund krónur á mánuði. Og úr verða afleiðingar sem alltof langan tíma tekur að rekja hér.

Við megum ekki falla í þá gryfju að kerfið skuli vera skattlagt útfrá reynslu síðustu 10 ára - þar sem ávöxtun á fjármagnsmarkaði þótti lág ef hún var undir 50%. Það var bólumyndun á markaði sem var engum til góða eins og reynslan kennir okkur nú.

Við þurfum á skilvirkum fjármagnsmarkaði að halda til þess að atvinnulíf hérna megi blómstra -
ein ástæða þess að það voru bara um 20 fyrirtæki eftir í Kauphöllinni var sú að skilvirknin var horfin - bankarnir átu upp allt einkafjármagn sem gerðu venjulegum fyrirtækjum erfitt um vik að afla sér "eiginfjár" á markaði því það var orðið "of dýrt" - engin gat sýnt fram á 40% ávöxtun á ári eins og bankarnir. Árið 2002 að mig minnir voru um 75 fyrirtæki á markaði - þannig á það að vera. En nú er ég kominn langt útfyrir efnið.


Ég er í raun þeirrar skoðunar að einungis eigi að skattleggja RAUNhagnað af fjármagni - og það í litlu mæli.

Við skulum ekki refsa allri þjóðinni fyrir mistök fárra manna síðastliðin ár. Frekar skulum við ganga þannig úr skugga um að kerfið sé skilvirkt, sanngjarnt og öflugt og "vakandi" regluverk sé um það.

En ég er í sjálfu sér ekki alfarið á móti hátekjuskatti - svo lengi sem það sé hægt að stilla kerfinu þannig upp að tekin séu mið af nettó skuldastöðu viðkomandi við ákvörðun á skattlagningu.

StashDiva sagði...

Hmm þið virðist báðir vera aðeins á villigötum.
Fjármagnstekjuskattur af sparnaði ömmu og afa er reiknaður af þeim aurum sem þau hafa getað lagt til hliðar eftir að borga tekjuskatt og öll önnur gjöld.

Lífeyrissparnaður er annars eðlis, þegar fólk leggur í lífeyrissjóð þá er sá hluti tekna dreginn frá áður en tekjustkattur er reiknaður út, þar er um að ræða svokallaða seinkun á skattlagninu, lífeyrissparnaður fer þannig óskattlagður inn í sjóðina og ávaxtast þar, þar sem hann er ekki skattlagður fyrir innlögn myndast hærri höfuðstóll sem tryggir hærri ávöxtun, og meiri vaxtavexti eftir því sem árin líða. Þannig að á endanum ertu að greiða tekjuskattinn eftirá.
Það má hinsvegar um það deila hvort ekki eigi að fara vægari höndum um lífeyrissparnað og skattlagningu á honum. Eða að þeir sem leggja í langtímasparnað fái sömu skattlagningarfrestun og lífeyrisinnlagnir.
Áhugaverðar pælingar og erfitt að gera öllum til hæfis.
En samt sem áður grundvallarmunur á þessum tveimur sparnaðarformum.

Nafnlaus sagði...

StashDiva - ég byrjaði nú umræðna á sparnaði almennt - og tel að fólk eigi að spara umfram lögbundin lífeyrissparnað.

En þetta er þó rétt hjá þér - tek það til mín

StashDiva sagði...

Nafnlaus, ég er sammála því að það þarf að efla sparnað almennings, þá á ég við þetta venjulega launafólk í landingu.
Það er einkum tvennt sem kemur í veg fyrir það, verðtryggingin, hún skekkir allt, meðan fólk þarf að borga af verðtryggðum húsnæðislánum þá mun enginn afgangur verða fyrir sparað.
Annað, það vantar sparnaðargenið í Íslendinga, þeir vilja eignast allt strax, að leggja fyrir og kaupa svo er ekki hugsunarháttur sem hefur verið vinsæll hérna síðustu áratugi.
Held að það þurfi að verða breytingar á þessu tvennu til að hægt sé að tala um sparnaðarhvetjandi umhverfi.
Hvað fjármagnstekjuskatt varðar þá ætti að hafa gólf á honum að mínu mati til að örva sparnað þeirra sem minnst mega sín en vilja þó leggja eitthvað fyrir eftir getu.

Nafnlaus sagði...

Já - en getur verið að sparnaðargenið sé einfaldlega ekki til staðar útaf því að hér er krónísk verðbólga. Svo lengi sem verðbólga hér er 10% viðvarandi og ég get tekið erlent lán á 8% vöxtum þá held ég áfram að eyða eins og ég get? Ekki satt (náttúrulega einföldun - en you get my point). Sparnaðargenið er ekki til staðar því fólk hefur ekki trú á því að fjármagnið þeirra beri jákvæða ávöxtun.

StashDiva sagði...

Nafnlaus, ég held nú reyndar að fæstir hugsi á þessa vegu, kreditkortavæðingin og neysludýrkun á miklu meiri þátt í þessu.
Það virðist amk vera það sem gerir það að verkum að unga kynslóðin er á kafi í skuldum.
Nú getur enginn farið að búa nema eiga allt sama hvað það kostar, ekki lengur neitt sem heitir að byrja með gamla sófann frá ömmu, nei bara drífa sig í að kaupa allt heila klabbið og sjá svo til hvort þetta reddist ekki.
Erum svo sem komin út í aðra sálma en bloggið lagði upp með en áhugavert samt.
Ég er á því að við þurfum að fara að endurskilgreina hvað eru nauðsynjar og hvað ekki og skattleggja samkvæmt því.
Leggja auknar álögur á hluti sem ekki nokkur maður getur flokkað undir lífsnauðsynjar amk ekki þegar atvinnuleysi og gjaldþrot blasa við fjölda fólks.
Það eytt og sér myndi hægja á neyslunni og hefta útflæði gjaldeyris.
Mér finnst líka að skattþrep séu alveg inn í myndinni, til dæmis eins og hjá Dönum.

Nafnlaus sagði...

Semsagt - hagfræðin á ekki við um Íslendinga?

StashDiva sagði...

Tja hagfræði er náttúrulega vísindagrein ekki óbreytanlegur fasti. Ég reikna nú frekar með því að í kjölfarið á þessari kreppu sem geysar um allann heim þá eigi eftir að verða mikil umbrot innann hagfræðinar og nýjar skilgreiningar og teoríur eftir að koma fram.
Þannig að í augnarblikinu þá er hagfræði kannski ekki það haldreipi sem hún ætti að vera vegna þess að allar forsendur eru nánast brostnar.
Ekki neitt athugavert við það, vísindagreinar eru í stöðugri þróun og þannig á það að vera.

Nafnlaus sagði...

Ok - get tekið undir það.

En það eru nú samt mikið af föstun innan hagfræðinnar.

Ég skal endurrita spurninguna.

Hefur verðbólga ekki hvetjandi áhrif á neyslu Íslendinga?

StashDiva sagði...

Nafnlaus, ekki á meðan húsnæðislánin eru verðtryggð. Þá á verðbólgan eftir að hafa letjandi áhrif á neyslu.
Það er amk mín reynsla eftir óðaverðbólguna í kringum 80' fólk var svo önnum kafið við að reyna að halda húsnæðinu að það hafði enga peninga til að eyða.
Þessi séríslenska ráðstöfun að tengja húsnæðislán við verðbólgu skekkir þessa annars ágætu hagfræðikennigu :-)

Hörður Svavarsson sagði...

Og svo aftur að upphafinu:

1.Hækkun skatta hefur hvergi verið meiri innan OECD en á Íslandi.

2.Nú liggur fyrir að hækka þarf skatta meira.

3. Það er pólitísk ákvörðun hvernig auknum tekjum er náð inn í Ríkissjóð.

4. Skattlagning getur komið mismunandi niður á almennu launafólki.

5. Ég treysti ekki Sjálfstæðismönnum til að hafa hagsmuni launafólks í fyrirrúmi.

StashDiva sagði...

Samfylkingin er líka í stjórninni, treystir þú henni ekki til að hamla á móti?

Unknown sagði...

Ég vona að Samfylkingin geri kröfu um nýjan stjórnarsáttmála og slútti þessi samstarfi ef það fæst ekki í gegn.
Finnst þér ekki að Guðni ætli þá að hoppa upp í?

StashDiva sagði...

Ég held að eina vitið sé að koma þessari stjórn fyrir kattarnef sem fyrst og ef VG geta náð einhverju samkomulagi innan sinna raða um ESB, þá væri komin stuðningur við sterka vinstristjórn.
Ég held að stjórn með Guðna innanborðs myndi nú fyrst keyra allt í kaf.

Nafnlaus sagði...

Tekjuskattur = 30%
Hátekjuskattur* = 40%
Fjárm.tekjuskattur = 20%
* Tekjur hærri en 500.000 kr.
Persónuafsláttur 50.000
Endurskoðum hlutfallið eftir u.þ.b. 5 ár ok?