miðvikudagur, 19. nóvember 2008

Hrognamál



Nú er búið að samþykkja lög um greiðslujöfnun.


Lögin taka gildi nú þegar, en koma til framkvæmda um næstu mánaðamót.
Það er þó ekki fyrr en um áramót sem Hagstofan fer að reikna út greiðslujöfnunarvísitölu sem er forsenda greiðslujöfnunar. Greiðslujöfnun geta einstaklingar fengir fyrsta desember en þó ekki fyrr enn fyrsta janúar. Skrítið.

Þó er útreikningur greiðslujöfnunarvísitölu enþá skrítnari;

“6. gr. laganna orðast svo:
Með greiðslujöfnunarvísitölu sem beitt er við framreikning greiðslumarks, sbr. 5. gr., er átt við sérstaka vísitölu sem Hagstofa Íslands reiknar og birtir mánaðarlega.

Skal hún vera samsett af launavísitölu, sbr. lög um launavísitölu, sem vegin er með atvinnustigi. Við útreikning greiðslujöfnunarvísitölu skal launavísitala sú sem Hagstofan birtir í mánuði hverjum vegin með atvinnustigi sama mánaðar og skal hún gilda við útreikning greiðslumarks lána.

Með atvinnustigi í mánuði er átt við hlutfall sem miðast við 100% að frádregnu atvinnuleysi í hlutfalli af vinnuafli í viðkomandi mánuði samkvæmt uppgjöri Vinnumálastofnunar.”

Hvernig er þetta sagt a íslensku?


Engin ummæli: