laugardagur, 15. nóvember 2008
Sómi vor, sverð og skjöldur
Gylfi Arnbjörnsson forseti sambands alþýðunnar á Íslandi var kallaður til í sjónvarpsfréttum í gær og látinn segja álit sitt á gagnslausum greiðslujöfnunartillögum ríkisvaldsins.
Gylfi var hrifinn, sem ekki er undarlegt því hann er formaður sérfræðinganefndar ríkisvaldsins sem lagði til að þessi leið, sem eykur heildargreiðslur heimilanna, yrði farin.
Gylfi hefur dásamað verðtrygginguna í fjölmiðlum og lýst því yfir að ekki sé vegur að afnema hana. Ætla mætti að Gylfa þætti það hlutverk sitt að verja hagsmuni alþýðunnar og krefjast verðtryggingar á launin líka. Það gerir Gylfi ekki.
Gylfi Arnbjörnsson forkólfur verkalýsðsstéttarinnar og málsvari alþýðu er nefnilega að verja hagsmuni lífeyrissjóða. Það er hans dásamlega og mikilsverða hlutverk.
Gylfi er þar komin í sömu stöðu og Gunnar Páll Pálsson formaður VR sem vildi allt til vinna að verja gríðarlega hagsmuni lífeyrissjóða sem stjórnarmaður í Kaupþingi. Og Gylfi er rétt nýorðinn forseti ASÍ.
Þess má geta að Edda Rós Karlsdóttir Greiningardeildarséni er með Gylfa í sérfræðinganefndinni. Við berum mikið traust til hennar líka.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Já, alveg óendanlegt traust eða þannig.
Gylfi er ekki líklegur til að rugga bátnum. Ekki frekar en flestir aðrir verkalýðs"leiðtogar".
Þeir eru óttaslegnir ekkert síður en það atkvæðalitla fólk sem við sitjum uppi með á Alþingi. Hræddir við breytingar.
Nú er einmitt tækifæri til róttækra breytinga. Innkalla kvótann; afnema verðtrygginguna; hreinsa til í stjórnsýslunni; spúla út eftirlaunaóþverranum ...
Valdhafar - af öllu tagi - eru ólíklegastir allra til þess að gera meira en þeir eru neyddir til. Almenningur verður að ganga enn fastar fram.
Rómverji
Það væri áhugavert að heyra hvernig Gylfi myndi svara eftirfarandi spurningu:
Hvers vegna tekur verkalýðshreyfingin ekki þátt í mótmælum almennings gegn bönkum og stjórnvöldum sem staðið hafa fyrir aðför að heimilum og fyrirtækjum í landinu?
Ég er algjörlega sammála ykkur öllum.
Skrifa ummæli