mánudagur, 17. nóvember 2008

IMF: Ekkert Iceland, enn og aftur


Í nótt var lögð fram dagskrá stjórnar IMF fram á mánudag í næstu viku.

Togo er á dagskránni en ekki Iceland, þrátt fyrir samkomulag um Iceslave reikningana.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er búið að vera í fréttum alla helgina að þetta verður tekið fyrir á miðvikudag. A.m.k. sagði framkvæmdastjóri IMF það á fréttamannafundi á laugardaginn.

Nafnlaus sagði...

Ég hef heyrt því fleygt að málið komi ekki á dagskrá fyrr en seðlabankastjóri verði látinn fara.

Nafnlaus sagði...

Dagskrá stjórnar hefur ekki verið uppfærð frá 30. október.
Sjá slóð: http://www.imf.org/external/np/sec/bc/eng/index.asp

Hörður Svavarsson sagði...

Það er rangt hjá þér sugurður ingi. Eins og segir í blogginu;
" nótt var lögð fram dagskrá stjórnar IMF..."

Latest uppdate á við textann fyrir ofan dagskrána.

Nafnlaus sagði...

Og hvernig veist þú að þetta var gert í nótt og hvernig veist þú að þetta "latest update" eigi við textann fyrir ofan (sem er vafasöm ályktun því sá texti er þess eðlis að það hefur litla sem enga þýðingu að vita hvenær hann er uppfærður)?

Unknown sagði...

Ég veit það af því ég skoða dagskrána daglega og ríki sem sóttu um umfjöllun eftir 30. eru komin á dagskrá.

HT sagði...

Lesa textann þá:

As part of the Fund's increased transparency, the tentative calendar of the formal meetings and seminars of the Executive Board for the next seven days is shown below.

Please note that the calendar is subject to change, and that the agenda for each meeting is typically finalized the day before the meeting. The calendar posted below contains the latest available information.

Nafnlaus sagði...

Það er þannig að Strauss-Kahn gleymdi að hann var búinn að lofa að kaupa skauta á dótturdóttur sína sem á afmæli á miðvikudaginn. Þannig að það verður að fresta þessu um viku,
Doddi

Nafnlaus sagði...

Kom áðan....

November 19, 2008
Country: Iceland

Title: Request for Stand-By Arrangement