laugardagur, 8. nóvember 2008

Dúó Schütz og Johansen


1974 var þýskur rannsóknarforingi á eftirlaunum, Karl Schütz, fenginn til að stýra rannsókn Geirfinnsmálsins sem þá var í miklum hnút. Ekki verður séð hvers vegna óupplýst mannshvörf hér á landi gátu talist verðugt verkefni fyrir þýskan lögreglumann á eftirlaunum sem einkum hefur sérhæft sig í málum er varða öryggi ríkisins, en eftir að dómur var fallinn hér á Íslandi í málinu lýsti hann því yfir að meðferð sakborninga hafi minnt sig á blómatíð nasismans í Þýskalandi og að hlutdeild hans í málinu hafi bjargað íslensku ríkisstjórninni.


Nú eru ráðherrar aftur í vanda og forsætisráðherra fundar með krísuhópi daglega og hefur ráðið Norskan hernaðarsérfræðing til að annast upplýsingaflæði um ástandið, Bjorn Richard Johansen. Afhverju þarf hernaðarsérfræðing?

Alkunna er að þegar þjóðir eiga í átökum eða stríði vilja ráðmenn stjórna fréttaflutningi, takmarka upplýsingar til almennings og gefa rangar og villandi upplýsingar. Ljúga með öðrum orðum að fólkinu. Er þetta hlutverk Bjorns Richards?

Eða ætli Norskur hernaðrsérfræðingur sem ekki talar Íslensku sé bara besti fáanlegi gaurinn til að skrifa fréttatilkynningar til fjölmiðla. Alveg eins og fyrir þrjátíu árum rúmum var Þýskur rannsóknarforingi sem ekki talaði íslensku best fallinn til að rannsaka það sem varð að mesta réttarfarsklúðri seinustu aldar.


4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta snýst um Virðingu og Réttlæti - eða Réttlæti og Virðingu í þessu tilviki.
Eða ekki.
G -

Nafnlaus sagði...

klúður & klúður er það sem mér dettur í hug

Nafnlaus sagði...

Eintómar smjörklípur hjá þessu liði. Þeir ætla að hanga á völdunum fram í rauðan dauðan - bíða af sér óveðrið, - bíða þar til að þjóðin verði aftur meðvitundarlaus lýður sem kýs "kúgara sína og böðla" á fjögurra ára fresti sem aldrei fyrr.

P

Nafnlaus sagði...

Björn Johansen er spunameistari Glitnis og hefur verið yfir PR málum þeirra í 2-3 ár.
Það er reginhneyksli að þessi maður fái að sitja á öxlum forsætisráðherra og stýra upplýsingamálum.