þriðjudagur, 27. maí 2008

Skarpgreindir snillipinnar


Mikil gæfa er að eiga þá að, strákana í greinigardeildunum.

Þessi segir þetta um áhrif lækkandi íbúðaverðs:

"…Ingólfur segir áhrifin af verðlækkuninni birtast þannig að þeir sem eiga íbúðir sitji uppi með verðminni eign í árslok."

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hann segir líka:

"þeir sem nú leita sér að húsnæði ættu frekar að leigja en kaupa. Þá ættu þeir sem hyggjast selja, að gera það hið fyrsta"

Hver á að kaupa af þeim sem eiga að selja hið snarasta, þegar þeir sem húsnæði vantar eiga fyrir alla muni ekki að kaupa?

Rökleysa er þetta kallað á fagmáli. Held að í sumum námskeiðum í Viðskiptafræði sé jafnvel minnst á þetta hugtak.

Hvar værum við án greiningardeilda bankanna?