fimmtudagur, 1. maí 2008
1. mai - upp úr sófanum
Ég er óttalega anarkískur inn við beinið. Það fara glóa sumar taugar þega kemur að einhverjum yfirvöldum, boðum og bönnum. En öll barátta og mótmæli eru eitthvað svo kjánaleg og tilgangslaus nú orðið. Ég er vinur Kína og mótmæli ekki stjórnarfari þar. Ég fer hjá mér þegar kemur að mótmælum atvinnurekendanna á vörubílunum – þvílíkur bjánagangur. Það er helst að grínmótmæli barna á götuhornum undanfarið höfði til mín.
Undanfarna daga hefði ég þó fílað að vera skurð- eða svæfingarhjúkrunarfræðingur. Þeir eru hetjur, hugsandi og djarfir heilbrigðisstarfsmenn sem stöðvuðu með samtakamætti ofbeldið á Landspítalanum.
En nú er tvöfaldur frídagur uppstigningar- og 1. maí. Baráttudagur.
Best ég standi upp úr sófanum og þrífi bílinn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli