mánudagur, 19. maí 2008

Leikskólar mótist af kristinni arfleið


Nú er búið að útbýta þingskjali 1012 sem er við 287. mál á 135. löggjafarþingi Íslendinga með breytingartillögum Menntamálanefndar við frumvarp Þorgerðar Katrínar um leikskóla. Þar er meðal annars kveðið á um að;


“Starfshættir leikskóla skulu mótast af… kristinni arfleið íslenskrar menningar.”

Hummm. Hefur þetta einhverja þýðingu?


7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú getur sungið Bjart er yfir Betlehem og Heims um ból. Jafnvel farið með heilræðavísur Hallgríms. Er það ekki nokkuð? Eins og þú hefðir jafnvel ekki gert það hvort eða er.

Nafnlaus sagði...

Þú getur líka kennt litlu sætu krílunum um Stóra dóm, aftökur við siðaskiptin, afstöðu kirkjunnar til kvenna, samkynhneigðra og annar minnihlutahópa sem hafa/höfðu stöðu skör lægri en aðrir í þjóðfélaginu. Einnig má kenna þeim um allt það sæta og góða!
Hvað meina menn eiginlega með KRISTILEGRI ARFLEIÐ?

Nafnlaus sagði...

Æ, mætti ég þá frekar biðja um kristilegt siðgæði, en kirkjulega arfleifð. Jafnvel saga íslensku kirkjunnar er á margan hátt saga um ofstæki og kúgun.
Soffía Sigurðardóttir.

Nafnlaus sagði...

Eru það ekki boðorðin, "Þú skalt ekki drýgja hór" og allt það?

Nafnlaus sagði...

Kristileg arfleifð er til dæmis það þegar Jón Rögnvaldsson var brenndur á Melaeyrum í Svarfaðardal árið 1625 án dóms og laga, fyrir meinta ókristilega hegðun.

Nafnlaus sagði...

Í þremur commentum var kristileg arfleið orðin að kirkjulegri arfleið.
Svoddan nokk hlýtur að teljast ábyrgur og falslaus málflutningur.

Nafnlaus sagði...

Ég bendi á bréf sem Vantrú sendi alþingisþingmönnum af þessu tilefni.