sunnudagur, 18. maí 2008

Hófsemd í óhófi


Nú eru samninganefndir BSRB og ríkis að funda um það sem Ögmundur samdi um við ríkisstjórnina á tveimur fundum í síðustu viku. Um samningafundinn núna segir Ögmundur á mbl.is:

“Ögmundur segir þó ekkert liggja fyrir um upphæðir eða samningstíma en að fulltrúar BRSB leggja áherslu á að ná fram samkomulagi á svipuðum forsendum og náðst hafi á almennum vinnumarkaði að undanförnu.”
Hverslags eiginlega verkalýðsforingi leggur áherslu á að gera samning eins og þann sem var svo innihaldsríkur að allar kjarabætur í honum voru upp urnar viku eftir að félagsmenn höfðu greitt atkvæði um hann?

Samkvæmt launakönnun eru taxtar opinberra starfsmanna 30% undir því sem gerist a almennum vinnumarkaði fyrir sambærileg störf. Kannski er orðið of langt siðan Ögmundur þurfti að lifa af töxtum sem BSRB semur um.


Engin ummæli: