mánudagur, 26. maí 2008
Lagfæring, launin mín - og Kobba
Auglýsingin um golfnámskeið leikskólastjóra sem var svo ósmekklega myndskreytt eins og kom fram á blogginu mínu á föstudag, var lagfærð í dag. Þeir sem eiga aðgang að innri vef Reykjavíkurborgar geta nú séð auglýsinguna án myndar.
Í dag fékk ég líka skilaboð um að vinnuveitandinn minn, sem er vel að merkja Reykjavíkurborg, ætli sér ekki að meta starfsreynslu mína frá öðrum vinnuveitendum til launa. Þrátt fyrir afdráttarlaus heimildarákvæði í kjarasamningi er það niðurstaða vinnuveitandans að greiða mér ekki þessa fjóra launaflokka sem ég óskaði eftir.
Niðurstaðan sem barst mér í dag er semsagt sú að ég verð sem millistjórnandi hjá Reykjavíkurborg með laun sem nema um þriðjungi af launum Jakobs Magnússonar. Það er nú aldeilis munur þegar menn hafa orð á sér fyrir að vera röskir og snöggir til verka eins og Kobbi.
Svo vil ég bara taka það fram til að fyrirbyggja misskilning að þrátt fyrir að ég hafi skopast af frammistöðu Hönnu Birnu hér nýverið á blogginu mínu og gagnrýnt ósmekklega myndskreytingu á vef borgarinnar er mér ómögulegt að setja það í pólitiskt samhengi að ég fæ niðurstöðu í dag við þessu ríflega þriggja mánaða gamla erindi mínu.
Menn eru auðvitað bara að láta verkin tala og vinna í þágu almannahagsmuna - eða þannig.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli